Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

92. fundur 01. desember 2022 kl. 17:00 - 20:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Karen Sif Róbertsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Styrkumsóknir 2023 - Menningarmál

Málsnúmer 2210038Vakta málsnúmer

Umsóknir um menningarstyrki fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknir um menningarstyrki til einstakra verkefna til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd úthlutar styrkjum í þessum styrkflokki á fundi sínum í janúar 2023 og verður niðurstaða úthlutunar birt í kjölfarið.

2.Styrkumsóknir 2023 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2210040Vakta málsnúmer

Umsóknir um rekstrarstyrki til safna og setra fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd veitir umsögn um umsóknirnar til bæjarráðs sem úthlutar rekstrarstyrkjum til safna og setra í upphafi nýs árs.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa umsögn til bæjarráðs.

3.Styrkumsóknir 2023 - Hátíðarhöld í Fjallabyggð

Málsnúmer 2210041Vakta málsnúmer

Umsóknir um styrki til hátíðarhalda fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd veitir umsögn um umsóknirnar til bæjarráðs sem úthlutar styrkjum til hátíðarhalda í upphafi nýs árs.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa umsögn til bæjarráðs.

4.Erindi frá Síldarminjasafni Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings

Málsnúmer 2210019Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskaði eftir umsögn markaðs-og menningarnefndar um erindi Síldarminjasafnsins um endurnýjun rekstrarsamnings Fjallabyggðar og safnsins. Gildandi samningur rennur út 31. desember nk.
Samþykkt
Erindi Síldarminjasafns Íslands ses til Bæjarráðs Fjallabyggðar um endurnýjun rekstrarsamnings var kynnt og tekið til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa umsögn til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 20:00.