Styrkumsóknir 2023 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2210040

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 01.12.2022

Umsóknir um rekstrarstyrki til safna og setra fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd veitir umsögn um umsóknirnar til bæjarráðs sem úthlutar rekstrarstyrkjum til safna og setra í upphafi nýs árs.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa umsögn til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 771. fundur - 06.12.2022

Fyrir liggur umsögn markaðs- og menningarnefndar á umsóknum um styrki til reksturs safna og setra.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsagnirnar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar umsagnir og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2023.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 775. fundur - 10.01.2023

Lagt er fram yfirlit yfir umsóknir um rekstrarstyrki til safna og setra og umbeðin umsögn markaðs- og menningarnefndar frá 92. fundi nefndarinnar, einnig er lögð fram tillaga að afgreiðslu einstakra erinda.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.