Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

90. fundur 03. nóvember 2022 kl. 17:00 - 18:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Birgitta Þorsteinsdóttir varamaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Heimsóknir til listamanna

Málsnúmer 2211001Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd heimsækir listamenn á kjörtímabilinu.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd heimsótti Ljóðasetur Íslands. Þórarinn Hannesson kynnti starfsemina fyrir nefndinni. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Þórarni fyrir höfðinglegar móttökur og góða kynningu á starfsemi setursins.

2.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2209057Vakta málsnúmer

Listi yfir umsóknir um styrki til Fjallabyggðar vegna menningarmála lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Unnið verður úr umsóknum á næsta fundi nefndarinnar og styrkir afgreiddir í janúar 2023.

3.Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2022

Málsnúmer 2210008Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir dagskrá fyrir haustfund ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila í Fjallabyggð 15. nóvember 2022 í Tjarnarborg.
Lagt fram til kynningar
Endanleg dagskrá haustfundar lögð fram til kynningar. Fundurinn hefur verið auglýstur.

4.Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2210009Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2023.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2023.
Fjöldi tilnefninga bárust nefndinni og þakkar hún fyrir margar og áhugaverðar tilnefningar. Einnig þakkar nefndin fráfarandi bæjarlistamanni, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, fyrir framlag sitt til menningar og lista á árinu 2022.
Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Brynju Baldursdóttur bæjarlistamann Fjallabyggðar 2023. Nefndin óskar Brynju til hamingju með útnefninguna. Bæjarlistamaður verður útnefndur formlega við afhendingu menningarstyrkja í ársbyrjun 2023.

Fundi slitið - kl. 18:50.