Heimsóknir til listamanna

Málsnúmer 2211001

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 03.11.2022

Markaðs- og menningarnefnd heimsækir listamenn á kjörtímabilinu.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd heimsótti Ljóðasetur Íslands. Þórarinn Hannesson kynnti starfsemina fyrir nefndinni. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Þórarni fyrir höfðinglegar móttökur og góða kynningu á starfsemi setursins.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 23.11.2022

Nefndarmenn í Markaðs-og menningarnefnd Fjallabyggðar heimsækja Pálshús.
Nefndin þakkar fyrir góða móttöku og fræðslu um starfsemina.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 05.12.2022

Þann 11. október sl. barst markaðs- og menningarnefnd heimboð frá Síldarminjasafni Íslands ses. Lagt var til að heimsóknin færi fram í lok nóvembermánaðar.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd heimsótti Síldarminjasafn Íslands ses. Í heimsókninni var starfsemin kynnt og farið yfir helstu skyldur safnsins og verkefni þess sem hvoru tveggja snúa að móttöku ferðamanna sem og daglegum störfum í þágu minjavörslu í landinu. Nefndin skoðaði einnig Salthús Síldarminjasafnsins. Markaðs- og menningarnefnd þakkar forsvarsmönnum kærlega fyrir mjög svo fróðlegt og skemmtilegt heimboð.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 29.03.2023

Markaðs- og menningarnefnd heimsækir listamenn í Fjallabyggð.
Markaðs- og menningarnefnd heimsótti Brynju Baldursdóttur bæjarlistamann Fjallabyggðar 2023 í upphafi fundar. Nefndin þakkar Brynju fyrir höfðinglegar móttökur og góða kynningu á list sinni og starfi.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 10.04.2024

Markaðs- og menningarnefnd sækir listamenn heim. Í þetta sinn eru þau Pia Rakel Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson heimsótt.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd þakkar þeim Piu Rakel og Kristjáni fyrir höfðinglegar móttökur.