Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

88. fundur 08. september 2022 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ave Kara Sillaots varamaður, H lista
  • Birgitta Þorsteinsdóttir varamaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda 2022

Málsnúmer 2209009Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd fer yfir gildandi reglur um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda.
Lagt fram til kynningar
Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, hátíða og reksturs safna og setra lagðar fram til kynningar. Reglurnar voru síðast uppfærðar í mars 2022. Auglýst verður eftir umsóknum um áðurnefnda styrki í október nk.

2.17. júní 2022

Málsnúmer 2203002Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fer yfir framkvæmd hátíðarhalda 17. júní sl.
Lagt fram til kynningar
Greinargerð um framkvæmd 17. júní var lögð fram til kynningar. Ungliðasveitin Smástrákar héldu hátíðina í ár. Markaðs- og menningarnefnd vill þakka Smástrákum fyrir metnaðarfulla dagskrá og hvetur til þess að gert verði samkomulag við Smástráka um umsjón 17. júní hátíðarhalda til næstu 2-3 ára.

3.Trilludagar 2022

Málsnúmer 2203001Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fer yfir framkvæmd Trilludaga 2022.
Lagt fram til kynningar
Skýrsla um framkvæmd Trilludaga 2022 lögð fram til kynningar. Hátíðin var haldin í 5. sinn. Áætlað er að um 450-500 manns hafi farið á sjó, 2600 skammtar af fiski grillaðir og um 600 pylsur. Framkvæmd hátíðarinnar gekk mjög vel. Markaðs- og menningarnefnd þakkar þeim sem að hátíðinni komu og gerðu hana að veruleika.

Fundi slitið - kl. 18:30.