Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda 2022

Málsnúmer 2209009

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 08.09.2022

Markaðs- og menningarnefnd fer yfir gildandi reglur um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda.
Lagt fram til kynningar
Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, hátíða og reksturs safna og setra lagðar fram til kynningar. Reglurnar voru síðast uppfærðar í mars 2022. Auglýst verður eftir umsóknum um áðurnefnda styrki í október nk.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 02.02.2023

Í vinnslu er uppfærsla á reglum um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, eyðublað fyrir greinagerð að loknu verkefni/hátíð og uppfærsla á umsóknareyðublöðum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á reglum um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna ásamt breytingum á eyðublöðum og vísar til samþykktar bæjarstjórnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 106. fundur - 18.03.2024

Reglur um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra, hátíðarhalda og stærri viðburða teknar til yfirferðar og endurskoðunar.
Afgreiðslu frestað
Markaðs- og menningarnefnd yfirfór reglurnar og ræddi hvernig þær hafi reynst við úthlutun styrkja til málaflokksins. Í framhaldi af því voru ýmsar mögulegar breytingar á reglum ræddar. Frekari umræðum og afgreiðslu frestað til næsta fundar.