Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

85. fundur 10. mars 2022 kl. 17:00 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Sigríður Guðmundsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2022

Málsnúmer 2201014Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir dagskrá athafnarinnar sem auglýst hefur verið fimmtudaginn 17. mars kl. 18:00 í Tjarnarborg.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

2.17. júní 2022

Málsnúmer 2203002Vakta málsnúmer

Gildistími samkomulags við Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda er liðinn.
Vísað til umsagnar og afgreiðslu bæjarráðs
Markaðs- og menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir aðila/aðilum til að hafa umsjón með skipulagningu og framkvæmd hátíðarhalda á 17. júní. Með umsókn fylgi greinargerð með drög að dagskrá hátíðarinnar og kostnaðaráætlun. Nefndin vísar drögum að auglýsingu til bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

3.Trilludagar 2022

Málsnúmer 2203001Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fer yfir stöðu undirbúnings Trilludaga 2022 en hátíðin er fyrirhuguð laugardaginn 23. júlí.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.