Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

67. fundur 02. september 2020 kl. 17:00 - 18:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2020

Málsnúmer 2008052Vakta málsnúmer

Undanfarin ár hefur verið haldinn haustfundur með ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðilum í Fjallabyggð. Markaðs- og menningarnefnd stefnir að því að halda lokaðan fund með áðurtöldum hagsmunaaðilum undir lok september nk. Fundarboð verður sent út á næstu dögum.

2.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála

Málsnúmer 1908063Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd fór yfir reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála og leggur til nokkrar breytingar á reglunum. Nefndin vísar reglunum með áorðnum breytingum til afgreiðslu í bæjarráði.

3.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:10.