Merki heimasíðu bóka- og héraðsskjasafns og listaverkasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 2001018

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 16.01.2020

Verið er að endurhanna vefsvæði fyrir Listaverkasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Bókasafn Fjallabyggðar. Kynnt voru áform um hönnun á merki þessara stofnanna.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 05.02.2020

Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti hugmyndir að merkjum (logó) fyrir Bókasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Listasafn Fjallabyggðar. Gígja Ívarsdóttir hannaði merkin. Forstöðumaður Bóka-og Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur valið merki úr tillögum hönnuðar fyrir Bókasafn Fjallabyggðar og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar sem markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti. Markaðs- og menningarnefnd valdi merki úr tillögum hönnuðar fyrir Listasafn Fjallabyggðar og felur markaðs- og menningarfulltrúa að ganga frá útfærslu merkisins í samræmi við niðurstöðu fundar. Nefndin þakkar hönnuði fyrir góðar tillögur og fagnar því að nú munu þessar stofnanir eiga sín eigin merki. Merkin munu m.a. prýða nýjar heimasíður þessara stofnana.