Heimtaug á höfninni - Verðskrá fyrir tengigjöld rafmagns

Málsnúmer 1607047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 459. fundur - 02.08.2016

Í tengslum við endurbyggingu bæjarbryggju á Siglufirði, upplýsti bæjarstjóri um viðræður við Rarik um heimtaug að höfninni.
Að mati Rarik þarf Fjallabyggð að útvega húsnæði fyrir spennistöð þannig að hægt verði að afhenda rafmagn með 630A heimtaug að höfninni.
Veituhúsið hefur verið stækkað frá hefðbundinni hönnun með það í huga að hægt sé að koma þar fyrir spenni frá Rarik.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 03.08.2016

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016, upplýsti bæjarstjóri/hafnarstjóri um viðræður við Rarik um heimtaug að höfninni í tengslum við endurbyggingu bæjarbryggju á Siglufirði.
Að mati Rarik þarf Fjallabyggð að útvega húsnæði fyrir spennistöð þannig að hægt verði að afhenda rafmagn með 630A heimtaug að höfninni.
Veituhúsið hefur verið stækkað frá hefðbundinni hönnun með það í huga að hægt sé að koma þar fyrir spenni frá Rarik.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Rarik. Búið er að stækka veituhúsið svo að spennir frá Rarik kemst þar fyrir. Hafnarstjóra falið að ganga frá samningum við Rarik.