Umhverfisstefna hafna

Málsnúmer 1111070

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 37. fundur - 28.11.2011

Lögð fram til kynningar drög að umhverfisstefnu hafna.

Hafnarstjórn samþykkir að leggja drögin fram sem tillögur og felur yfirhafnarverði og hafnarstjóra að fullmóta framlögð drög fyrir næsta fund í hafnarstjórn og er gert ráð fyrir að drögin verði lögð fram á fundi í febrúar.

Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23.02.2012

Lagðar fram upplýsingar frá Hafnasambandinu dags. 21. nóvember sl.

Tillögur lagðar fram á næsta fundi hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 40. fundur - 14.05.2012

Málinu frestað til næsta fundar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 41. fundur - 11.06.2012

Engar fréttir af þessu máli - frestað til næsta fundar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 54. fundur - 03.03.2014

Farið var yfir fyrri ákvörðun hafnarstjórnar um að koma fram með umhverfisstefnu fyrir Fjallabyggðarhafnir.

Hafnarstjórn samþykkir að byggja á drögum sem umhverfis- og öryggisnefnd Hafnarsambandsins hefur unnið.

Samþykkt samhljóða og er lögð áhersla á að hún verði lögð fram á næsta fundi hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 55. fundur - 07.04.2014

Málinu frestað til næsta fundar.

Fundarmenn tóku til umræðu óviðunandi ástand við og í umhverfi Óskarsbryggju. Hafnarstjórn ítrekar að lagfæringar verði gerðar hið fyrsta.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 63. fundur - 26.11.2014

Hafnir eru hvattar til að setja sér umhverfisstefnu.
Hafnarstjórn mun taka umræðu eftir áramót á grundvelli forsenda sem Hafnarsambandið mun taka saman og senda til að staðla og auðvelda höfnunum til að setja eigin umhverfisstefnu.

Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 01.06.2015

Lögð fram drög að leiðbeinandi fyrirmynd fyrir umhverfisstefnu hafna.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að útbúa umhverfisstefnu hafna fyrir Fjallabyggðarhafnir.