Staða verkefna

Málsnúmer 1102147

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 30. fundur - 02.03.2011

Farið var yfir fundargerð síðasta fundar.

Þá var yfirhafnarverði og hafnarstjóra falið af hafnarstjórn að skoða;

1.  Ráðningu á starfsmanni í afleysingar á næsta ári, en um er að ræða um 50% starfshlutfall að meðaltali á ársgrundvelli.

Sigurður Helgi sagði frá því að búið væri að ræða við afleysingamann fyrir sumarið.
2. Skoða breytingar á bakvöktum frá og með áramótum.

Sigurður Helgi er með málið í vinnslu og mun leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar lögð er áhersla á að málið verði kannað m.t.t. kjarasamninga.

 

Sigurður Helgi gat þess að öryggismál hafna hefur verið tekin út og eru ekki gerðar stórvægilegar athugasemdir. Hafnarstjórn fagnar umræddri úttekt.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 31. fundur - 06.04.2011

1. Ætlunin var að skoða bakvaktir frá og með áramótum. Tillaga yfirhafnarvarðar til hafnarstjórnar er;

Bakvöktum verði sagt upp í samræmi við kjarasamninga með þriggja mánaðar fyrirvara. Þeim verði sagt upp fyrir 1. maí n.k.

Nýjar bakvaktir taki síðan gildi frá og með 1. ágúst og verði þannig.

Einn verði á vakt frá kl. 11.00 á kvöldin.

Einn verði á vakt frá 1. september til 1. mars um helgar.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að þetta fyrirkomulag verði tekið upp og framkvæmt.

2. Fregnir um dýpkun hafnar Ólafsfjarðarmegin.
Siglingastofnun hefur til skoðunar að ráðast í dýpkun hafnarinnar í sumar.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að umræddar dýpkunarframkvæmdir verði teknar til skoðunar þega kostnaðaráæætlun liggur fyrir og dýpkunarmælingar hafa farið fram.

3. Fregnir um framlag Siglingastofnunar vegna tjóns í óveðri um daginn á vesturgarði Ólafsfjarðarmegin. Siglingastofnun hefur tekið jákvætt í  lagfæringar á öldubrjót Ólafsfjarðarmegin. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir.

4. Hafnarstjórn tekur undir bókun Atvinnu- og ferðamálanefndar um að stofnaður verði vinnuhópur um hafnsækna starfsemi.

Hafnarstjórn leggur til að einn verði skipaður úr hafnarstjórn í umræddan vinnuhóp.

Hafnarstjórn leggur til að Þorsteinn Ásgeirsson verði fulltrúi stjórnar ef til kemur.

5.Yfirhafnarvörður hefur auglýst í Tunnunni fyrir hverja sorpgámar hafnarinnar eru og hafa þeir verið merktir.

Hafnarstjórn telur rétt að læsa gámum hafnarinnar þannig að sömu reglur gilda í Ólafsfirði og á Siglufirði.

6. Forgangsröðun verkefna, sjá áður bókaða fundi hafnarstjórnar.

Óskað var eftir upplýsingum um uppsetningu á vog og krana.

Óskað var eftir upplýsingum um stöðu á dekkjun hafnarinnar Siglufjarðarmegin.

Hafnarstjórn lýsti yfir óánægju með hvað þessi verk taka langan tíma.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 32. fundur - 18.05.2011

Farið var yfir þau verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta fundi.

1. Ráðuneytið mun taka aflagjöld á grásleppu til skoðunar fyrir næstu vertíð.

2. Ósk um upplýsingar um laun hafnarstarfsmanna kom til umræðu.

Hafnarstjóri mun á næsta fundi upplýsa um ráðningakjör þeirra. Allir launasamningar eru byggðir á samningum Launanefndar sambands ísl. sveitarfélaga.

3. Gámar á Siglufirði. Fram kom hjá yfirhafnarverði að umgengni um gámana hefur breyst en þeir hafa hins vegar ekki verið læstir. Skoða á málið eftir sumarið en ábendingar komu fram um að læsa þeim eftir venjulegan vinnudag.

4. Frestun hefur orðið á dýpismælingum í Ólafsfirði vegna bilunar í mælingabát Siglingastofnunar.

5. Flotbryggja í Ólafsfirði verður færð nú í maí.

6. Löndunarkrani fyrir Ólafsjarðarhöfn er á leið til landsins.

7. Unnið er að umhverfisstefnu hafnarinnar.

8. Upplýsingar um fjölda strandveiðibáta liggur ekki fyrir.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33. fundur - 09.06.2011

Bílastæði á hafnarsvæði Fjallabyggðarhafna.

Hafnarstjórn beinir þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagsnefndar að svæði norðan við hafnarvogina á Siglufirði verði útbúið - skipulagt undir bílastæði til að koma í veg fyrir mikla umferð á sjálfu hafnarsvæðinu.

 

Hreinsun innan hafnar.

Yfirhafnarvörður sagði frá hreinsun Óskarsbryggju, en búið er að taka þar vel til og lítur svæðið allt mun betur út. Eftir er að hreinsa svæði sem er í umsjá bæjarfélagsins og verður það þrifið.

Hafnarstjóri sagði frá hreinsunarátaki sem nú væri hafið á eyrinni sunnan hafnarsvæðis. Gámafélagið mun í næstu viku fara yfir svæðið og hirða allt járn sem skilið hefur verið eftir á svæðinu. Sú aðgerð kostar bæjarfélagið ekkert.Tæknideildin hefur unnið í að finna út hverjir eiga umrætt drasl og verður það fjarlægt á kostnað þeirra sem eiga.

Gámasvæði - lagfæringar á svæðinu næst athafnasvæði hjá fyrirtækinu BÁS ehf.

Á næstu vikum verður þetta svæði tekið fyrir og lagfært. Ætlunin er að hreinsa svæðið - setja malarpúða undir þá gáma sem fá þar stöðuleyfi gegn gjaldi.

Launaflokkar hafnarvarða - frestað.

Dýpkunarmælingar.

Lagðar fram teikningar af mælingum sem fóru fram 1. júni 2011. Í samtali við Sigurð Ás Gretarsson hjá Siglingastofnun koma fram að útboðsgögn væru nánast tilbúinn og ætlunin væri að útboðið færi fram um aðra helgi. Kostnaður er áætlaður frá 12 - 20 m.kr. og er hlutur Fjallabyggðarhafna þá 25% eða frá 3 m.kr. til 5 m.kr.

Hafnarstjórn telur eðlilegt að útboðið fari fram hið fyrsta.

Umhverfisstefna - frestað.