Trébryggja við austurkant smábátahafnar, ástandsskoðun

Málsnúmer 1105050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 214. fundur - 17.05.2011

Lagt fram til kynningar minnisblað um ástand trébryggju við austurkant smábátahafnar í Siglufirði.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 32. fundur - 18.05.2011

Lagt fram minnisblað dags. 03.05.2011 frá Siglingastofnun um ástandsskoðun á austurkanti smábátabryggju á Siglufirði.

Fram kemur m.a. að bryggjan er 30 ára og varasamt er að ganga um hana og aðeins minnstu bátar ættu að hafa þar viðlegu.

Fram kom hjá yfirhafnarverði að endurbygging kostaði um kr. 400 þúsund meterinn og er því heildarkostnaður áætlaður um 20 mkr.

Höfnin á staura í undirstöður og er sú eign metin á um 4 mkr.

Hafnarstjórn leggur til að bryggjan verði rifin og endurbyggð í haust, en að sumarið verði notað til að kalla eftir kostnaðaráætlun og kanna með fjármögnun. 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33. fundur - 09.06.2011

Fram hafa komið hugmyndir um að lagfæra núverandi austurkant á smábátabryggju með því efni sem bæjarfélagið á, en halda dekkinu óbreyttu þar til ráðist verður í gagngerar framkvæmdir á næsta fjárhagsári. Dekkið yrði opnað og reknir niður staurar við hlið þeirra sem nú eru farnir í sundur. Talið er að verkið sé einfalt, en eftir er að kanna kostnaðinn.

Hafnarstjórn telur rétt að fá kostnaðaráætlun fyrir verkið og skoðun Siglingastofnunar á slíkri framkvæmd. Lögð er áhersla á að framkvæmdin sé skoðuð sem áfangi í frekari endurbyggingu.