Hafnarstjórn Fjallabyggðar

29. fundur 29. nóvember 2010 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson Yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Fjarskiptabúnaður

Málsnúmer 1011151Vakta málsnúmer

Lagðar fram óskir frá Nova ehf um uppsetningu á fjarskiptabúnaði í Ólafsfirði. Hafnarstjórn tók vel í erindið.

Erindið var samþykkt einróma og er hafnarstjóra falið að ganga frá samningi um fram komnar óskir, en setja á búnaðinn upp í hafnarmastrið í Ólafsfirði.

2.Fjárhagsáætlun 2011 - framkvæmdir hafnarsjóðs

Málsnúmer 1011081Vakta málsnúmer

Fram komu neðanritaðar tillögur frá nefndarmönnum og yfirhafnarverði til framkvæmda og eru þær þessar.

1. Endurbætur á smábátaaðstöðu á Siglufirði.

2. Lagfæring á rafmagnsbúnaði í smábátahöfn á Siglufirði.

3. Lagfæring á timburklæðningu á Norðurgarði í Ólafsfirði.

4. Löndunarkrani í Ólafsfirði. 

5. Endurbygging á Hafnarbryggju.

6. Löndunarkrani á Siglufirði.

7. Umhverfismál hafna Fjallabyggðar til skoðunar.

8. Lagfæring á lit á hafnarmannvirkjum til samræmingar.

9. Flotbryggjur í Ólafsfirði.

10. Hreinsa upp dekk sem fallið hafa í hafnirnar.

11. Lagfræingar á Selvíkurnefsvita.

12. Hafnarbryggja - úttekt fari fram á árinu 2011.

13. Tengja viðlegu á milli hafnarbryggju og togarabryggju.

14. Koma upp betri vog í Ólafsfirði.

15. Lagfæra þekju á Suðurhöfn á Siglufirði og dekkja.

 

Hafnarstjórn leggur hins vegar áherslu á neðanritað við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

1. Að keyptur verði löndunarkrani fyrir Ólafsfjörð kr. 5.000.000.-.

2. Að vog verði komið upp á Ólafsfirði til löndunar við nýjan löndunarkrana kr. 1.000.000.-.

3. Að löndunarkrani á Siglufiðri verður endurbyggður kr. 2.500.000.-.

4. Að endurbætur á smábátaaðstöðu í suðurhöfn fari fram og uppbygging á bryggju við fiskmarkaðinn verði til skoðunar kr. 10.000.000.-.

5. Að lagfæring á rafmagnsbúnaði í smábátahöfn verði gerð kr. 500.000.-.

6. Að unnið verði að umhverfismálum hafna Fjallabyggðar kr. 2.000.000.-.

7. Aðrar framkvæmdir til skoðunar síðar kr. 3.500.000.-.

Samþykkt einróma.

3.Fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2011

Málsnúmer 1011080Vakta málsnúmer

a)Gjaldskrárhækkanir.
Yfirhafnarvörður leggur fram tillögu.
b)Starfsmannahald og skipulag.

Sigurður yfirhafnarvörður lagði fram tillögur sínar um fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.

Um er að ræða m.a. tillögur um gjaldskrárhækkanir.  Eftir miklar umræður leggur hafnarstjórn til að umræddar gjaldskrárhækkanir verði samþykktar og að þær taki gildi frá og með 01.01.2011.

 

1. Skipagjöld hækki um 10%,  sjá 4. gr. 

2. Vörugjöld hækki um 10%, sjá 5. gr.

3. Sorphirðugjöld hækki um 10%, sjá 12. gr. 

4. Rafmagn hækki í samræmi við gjaldskrárhækkun frá Rarik, sjá 18. gr.

 

Hafnarstjórn samþykkir tillögur yfirhafnarvarðar er varðar útgjaldaliði. Hafnarstjórn leggur hins vegar áherslu á að ekki verður lengra gengið í niðurskurði.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að stuðst verði við 75.000.000.- í tekjur á  árinu 2011.

Samþytt einróma.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að þrír starfsmenn verði áfram fastráðnir frá og með áramótum. Hafnarstjórn telur hins vegar umhugsunarvert að skoða ráðningu á starfsmanni í afleysingar á næsta ári, en um er að ræða um 50% starfshlutfall að meðaltali á ársgrundvelli.

Hafnarstjórn telur einnig rétt að taka til skoðunar breytingar á bakvöktum frá og með áramótum en þá verði einungis einn á bakvakt í stað tveggja.

Bæjarstjóra og yfirhafnarverði er falið að skoða máli til næsta fundar.

Samþykkt einróma.

 

 

4.Fundargerð 333. fundar stjórnar Hafnasabands Íslands frá 5. nóvember 2010

Málsnúmer 1011087Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.