Hafnarstjórn Fjallabyggðar

27. fundur 21. október 2010 kl. 17:00 - 17:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sveinn Zophaníasson formaður
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Smábátahöfn - framtíðarskipulag á Siglufirði

Málsnúmer 1010096Vakta málsnúmer

Farið var yfir loftmynd af hafnarsvæðinu og rætt um aukið viðlegurými fyrir löndun og fyrir lengri viðlegu - geymslu á bátum.

Hafnarstjórn var einhuga í að kalla eftir skoðun Siglingastofnunar á viðlegu og endurbótum á þremur svæðum.

1. Fyrir framan hafnarvog verði byggður nýr viðlegukantur.

2. Fyrir vestan fiskmarkaðinn verði byggður nýr viðlegukantur.

3. Í suðurhöfninni verði viðlegukantur lagfærður ásamt þekju.

Hafnarstjórn telur eðlilegt að settar verði nýjar varnir - ný dekk á núverandi viðlegukant á svæði 3 - suðurhöfn.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að farið verði yfir verklagsreglur og umgjörð á afgreiðslu á hafnarsvæðum Fjallabyggðar. Hver á að gera hvað?

2.Staða hafnarbryggju - Siglingastofnun

Málsnúmer 1010097Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn telur eðlilegt að kalla eftir allsherjar úttekt á gömlu hafnarbryggjunni og þekju fyrir austan fiksmarkaðshúsið.

Hafnarstjórn óskar eftir skoðun Siglingastofnunar á þessu svæði.

3.Landanir á Ólafsfirði - frá áramótum

Málsnúmer 1010098Vakta málsnúmer

Útprentun á lönduðum afla á Ólafsfirði fyrir árið 2010. Búið er að landa 3.262 tonnum í 794 löndunum.

Um er að ræða sama aflamagn og á síðasta ári.

Lagt fram til kynningar.  

4.Landanir á Siglufirði - frá áramótum

Málsnúmer 1010099Vakta málsnúmer

Útprentun á lönduðum afla á Siglufirði. Búið er að landa 8.092 tonnum í 2015 löndunum.

Um er að ræða aukninu um 1080 tonn.

Lagt fram til kynningar.

Hafnarstjórn telur að um verði að ræða frekari aukningu á næsta ári.

5.Tekjur hafnarinnar

Málsnúmer 1010100Vakta málsnúmer

Áætlaðar tekjur hafnarinnar fyrir árið 2010 er um 69.5 milljónir. Í dag er búið að innheimta um 54.3 milljónir króna.

Um er að ræða 78 % af árstekjum hafnarinnar. Hafnarstjórn telur horfur á að tekjurnar í ár verði hærri en áætlun ársins gerir ráð fyrir.

Hafnarstjórn telur rétt að skoða útgjaldahlið rekstursins, á næsta fundi.

6.Skemmtiferðaskip - bæklingi dreift - Aníta Elefsen mætir á fundinn

Málsnúmer 1010101Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar. Bæjarstjóri lagði fram kynningarbækling sem unnið er að, sem varðar skemmtiferðaskip og samstarf um farþega af skipum frá höfnum á Eyjafjarðarsvæðinu.

7.Löndun á Ólafsfirði

Málsnúmer 1010102Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að nýr löndunarkrani verði settur upp hið fyrsta. Núverandi krani annar ekki stærri bátum. Lágmarks þjónusta hafnarinnar þarf að byggja á rekstri á tveimur löndunarkrönum.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að pallavog bæjarfélagsins verði nýtt við löndun á Ólafsfirði, þegar því verður ekki komið við að nota stóru vigtina.

8.Fundargerð 330. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands og breytt hafnalög

Málsnúmer 1007056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

9.The fishing Event of 2011 - Sjávarútvegssýning 22.-24.september 2011

Málsnúmer 1010021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

10.Varðar upplýsingagjöf vegna mengunaróhappa

Málsnúmer 1010018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.