Smábátahöfn - framtíðarskipulag á Siglufirði

Málsnúmer 1010096

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 27. fundur - 21.10.2010

Farið var yfir loftmynd af hafnarsvæðinu og rætt um aukið viðlegurými fyrir löndun og fyrir lengri viðlegu - geymslu á bátum.

Hafnarstjórn var einhuga í að kalla eftir skoðun Siglingastofnunar á viðlegu og endurbótum á þremur svæðum.

1. Fyrir framan hafnarvog verði byggður nýr viðlegukantur.

2. Fyrir vestan fiskmarkaðinn verði byggður nýr viðlegukantur.

3. Í suðurhöfninni verði viðlegukantur lagfærður ásamt þekju.

Hafnarstjórn telur eðlilegt að settar verði nýjar varnir - ný dekk á núverandi viðlegukant á svæði 3 - suðurhöfn.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að farið verði yfir verklagsreglur og umgjörð á afgreiðslu á hafnarsvæðum Fjallabyggðar. Hver á að gera hvað?