Löndun á Ólafsfirði

Málsnúmer 1010102

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 27. fundur - 21.10.2010

Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að nýr löndunarkrani verði settur upp hið fyrsta. Núverandi krani annar ekki stærri bátum. Lágmarks þjónusta hafnarinnar þarf að byggja á rekstri á tveimur löndunarkrönum.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að pallavog bæjarfélagsins verði nýtt við löndun á Ólafsfirði, þegar því verður ekki komið við að nota stóru vigtina.