Hafnarstjórn Fjallabyggðar

26. fundur 23. ágúst 2010 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Gestur Antonsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Skoðun hafnarsvæðis undir leiðsögn hafnarvarðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1008103Vakta málsnúmer

Þorbjörn Sigurðsson fór með hafnarstjórn um hafnarsvæðið og benti á þau atriði sem þarf að taka til skoðunar og afgreiðslu. Þau eru;
1.1 Endurnýja þarf vatnslögn frá vigtarhúsi að hornbrunni við togarakant.
Hafnarstjórn telur eðlilegt að lögnin sé lagfærð. Gert er ráð fyrir um 600 þúsundum í verkefnið en áætlaður kostnaður er um   750 þúsund.
1.2 Timburdekk á Norðurkanti (syðsti parturinn).
Hafnarstjórn telur ljóst að endurnýja þarf kantinn hið fyrsta vegna slysahættu.
Hafnarstjórn óskar eftir kostnaðaráætlun fyrir næsta fund og telur rétt að vísa framkvæmdinni til gerðar næstu fjárhagsáætlunar þ.e. fyrir árið 2011.
Hafnarstjórn telur rétt að loka svæðinu fyrir umferð ökutækja þar til viðgerð hefur farið fram.
1.3 Löndunarkrani í Vesturhöfn.
Hafnarstjórn telur rétt að setja upp nýjan löndunarkrana í Vesturhöfn og óskar eftir upplýsingum fyrir næsta fund um kostnað við slíka framkvæmd.
Hafnarstjórn telur rétt að taka kaup á krana til skoðunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
1.4 Endurnýja þarf fríholt á togarakanti.
Hafnarstjórn telur eðlilegt að fríholtin verði endurnýjuð, enda munu starfsmenn hafnarinnar taka verkefnið að sér og búið er að safna dekkjum til verksins.
1.5 Flotbryggja við Vesturhöfn - endurnýjun.
Fram kom sú skoðun að vert væri að huga að stækkun á flotbryggju plássi. Hafnarstjóra var falið að kanna kostnað í þessu samandi fyrir næsta fund.
1.6 Viðhald á steyptum plönum.
Hafnarráð telur eðlilegt að gert verði við þær skemmdir sem eru á þekju hafnarinnar til bráðarbyrgða með malbiki.

2.Skipulag hafnarsvæðis í Ólafsfirði - yfirfarið

Málsnúmer 1008104Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn telur rétt og eðlilegt að kalla eftir deiliskipulagstillögu um nýtingu hafnarinnar þar sem lögð er áhersla á umhverfissjónarmið, gönguleiðir og jafnframt lögð rík áhersla á góða aðkomu fyrir báta og þjónustuaðila.

3.Skipulag hafnarsvæðis á Siglufirði - færsla á Snorragötu

Málsnúmer 1008105Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn fór yfir nýjar tillögur að fyrirhugaðri færslu Snorragötu til austurs og lagfæringu á svæði fyrir framan Síldarminjasafnið og aðstöðu fyrir hótel á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur, en bendir á nauðsyn þess að gætt verði að aðstöðu fyrir löndun og viðlegu báta.

4.Frárennslismál hafna

Málsnúmer 1008107Vakta málsnúmer

Við færslu á Snorrabraut verður ráðist í framkvæmdir við uppbyggingu á frárennsli hafnarinnar.
Hafnarstjórn óskar eftir að fá að fylgjast með tillögum að lausnum sem nú eru til umræðu hjá skipulagsfulltrúa.

5.Umferðarmál á hafnarsvæði bæjarfélagsins á Siglufirði

Málsnúmer 1008108Vakta málsnúmer

Vísast hér í 3. dagskrárlið og verður málið tekið til skoðunar á næstu fundum hafnarstjórnar.

6.Hafnarstjórn - önnur mál

Málsnúmer 1008109Vakta málsnúmer

Lögð fram skrifleg fyrirspurn frá Gunnari R. Kristinssyni er varðar losun á fiskúrgagni í Ólafsfjarðarhöfn. Vísast hér í bréf dags. 23.08.2010.  Gunnar lagði auk þess fram myndir af bryggjutrjám og björgunarstigum löðrandi í úrgangi.
Hafnarstjóri mun kanna málið til næsta fundar og svara fyrirspurninni skriflega.

Hafnarstjórn hvetur umhverfisnefnd til að standa fyrir átaki í umhverfismálum bæjarfélagsins og er lögð rík áhersla á umhverfi - fyrirtæki á hafnarsvæðum Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.