Umsókn um byggingaleyfi fyrir mastri og rafstöðvarhúsi í Ólafsfirði

Málsnúmer 2005062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 04.06.2020

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi frá Svani Baldurssyni fyrir hönd Mílu ehf. Sótt er um leyfi til að byggja smáhýsi á lóðinni Múlavegi 2 í Ólafsfirði og endurnýja mastur samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda Strandgötu 2 í Ólafsfirði fyrir framkvæmdinni og einnig bréf frá Neyðarlínunni þar sem mikilvægi framkvæmdarinnar m.t.t. bóta á varaafli fjarskiptastaða er undirstrikað.
Erindi samþykkt.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 116. fundur - 20.10.2020

Hafnarstjórn leggur til að mastrið verði staðsett austan við hafnarskúr í vesturhöfn og vísar umsókn um byggingarleyfi til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur - 28.10.2020

Hafnarstjórn leggur til að mastrið verði staðsett austan við hafnarskúr í vesturhöfn og vísar umsókn um byggingarleyfi til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.
Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu mastursins.
Erindi samþykkt.