Tímabundin ráðning yfirhafnarvarðar

Málsnúmer 2008047

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31.08.2020

Hafnarstjóri lagði fram tillögu þess efnis að ráðinn verði yfirhafnarvörður tímabundið vegna forfalla yfirhafnarvarðar.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að auglýsa starf yfirhafnarvarðar laust til umsóknar, um er að ræða tímabundna ráðningu. Einnig felur hafnarstjórn hafnarstjóra að vinna starfslýsingu vegna starfsins og leggja fyrir hafnarstjórn.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17.09.2020

Hafnarstjóri lagði fram drög að auglýsingu vegna tímabundinnar ráðningar yfirhafnarvarðar og drög að starfslýsingu vegna starfsins.

Hafnarstjórn samþykkir framlögð drög að auglýsingu og felur hafnarstjóra að auglýsa stöðuna, einnig samþykkir hafnarstjórn framlögð drög að starfslýsingu fyrir sitt leiti.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 116. fundur - 20.10.2020

Undir þessum lið sat Thelma Kristín Kvaran mannauðsráðgjafi.
Thelma fór yfir ráðningarferlið og niðurstöðu yfirferðar á umsóknum. Hafnarstjóri lagði fram tillögu að ráðningu og var hún samþykkt samhljóða.