Hafnarstjórn Fjallabyggðar

123. fundur 04. nóvember 2021 kl. 16:30 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Landganga farþega skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 2108034Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir minnisblað hans og yfirhafnarvarðar er varðar bætta aðstöðu til landgöngu farþega skemmtiferðaskipa, minnisblaðið er samið í kjölfar umræðu á 122. fundi hafnarstjórnar. Niðurstaða hafnarstjóra og yfirhafnarvarðar er að leggja til að flotbryggju til afnota fyrir Tenderbáta verði valinn staður milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju, þ.e. valkostur 3 í framlögðu minnisblaði. Áætlaður kostnaður við aðstöðusköpun og uppsetningu bryggju er 13 millj.kr. án vsk.
Hafnarstjórn samþykkir framkomna tillögu og felur hafnarstjóra að setja verkefnið á framkvæmdaáætlun vegna næsta árs.

2.Samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna móttöku skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2109079Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að samstarfssamningi Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands um áframhaldandi markaðssetningu Siglufjarðarhafnar sem ákjósanlegum viðkomustað skemmtiferðaskipa.


Inn á fundinn komu Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafns Íslands.
Hafnarstjórn samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.

3.Viðhald flotbryggju í syðri höfn.

Málsnúmer 2110048Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir viðgerðir á flotbryggju í Syðri höfn en fara þurfti í þær eftir óveður sem gekk yfir Siglufjörð.

4.Varðskipið Freyja

Málsnúmer 2111007Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir dagskrá komudags varðskipsins Freyju og, ásamt deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði, yfir framkvæmdir sem ráðast þarf í á og við Óskarsbryggju vegna skipsins.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna að málinu áfram, þ.m.t. að óska eftir fjárheimild vegna þeirra.

5.Fjárveiting til hafnarframkvæmda

Málsnúmer 2110066Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar yfirlit vegagerðarinnar um framkvæmdir sem framundan eru og eru að fullu fjármagnaðar af hálfu ríkisins.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að finna hlut hafnarsjóðs í framkvæmdum stað á fjárhagsáætlun næsta árs og áranna 2023 og 2024.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Óskarsbryggja

Málsnúmer 2111010Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Tengir hf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á ljósleiðara að Óskarsbryggju, Siglufirði.
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7.Aflatölur 2021

Málsnúmer 2101067Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrri ár. Á Siglufirði höfðu þann 31. október 18.616 tonn borist á land í 1.677 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 17.829 tonn í 1.739 löndunum. Á Ólafsfirði hefur 280 tonnum verið landað í 170 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 509 tonnum verið landað í 287 löndunum.

8.Rekstraruppgjör 2021- Hafnarsjóður

Málsnúmer 2111006Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir níu mánaða rekstraruppgjör hafnarsjóðs.

9.Hafnarstjórn - Önnur mál 2021

Málsnúmer 2105006Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að fara þess á leit við bæjarstjórn að svæði vestan við Óskarsbryggju verði lagað og almennt unnið að því að bæta ásýnd bæjarins séð frá bryggjunni.

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2021

Málsnúmer 2101074Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 437. og 438. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands

Fundi slitið - kl. 17:45.