Hafnarstjórn Fjallabyggðar

93. fundur 11. desember 2017 kl. 12:00 - 12:25 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir aðalmaður, S lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Gjaldskrár 2018

Málsnúmer 1710094Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að hækkun á gjaldskrá Hafnarsjóð Fjallabyggðar. Hækkunin er 2% að undanskildu aflagjaldi sem verður óbreytt og grunngjaldi fyrir vigtun sem lækkar úr kr. 1.450 í 1.200.

Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjallabyggðar.

2.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 1711083Vakta málsnúmer

Sverrir Sævar Ólason óskar eftir stöðuleyfi fyrir gáma við öldubrjót norðan Óskarsbryggju.

Erindi samþykkt.

3.Eftirlit Fiskistofu með brottkasti á fiski og vigtun landaðs afla

Málsnúmer 1712005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Fiskistofu í tilefni af umfjöllun um brottkast á fiski og misfellur í vigtun afla við löndun. Hægt er að kynna sér málið á eftirfarandi slóð:

http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/eftirlit-med-brottkasti-og-endurvigtun-afla

4.Öryggismál í höfnum landsins

Málsnúmer 1712010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar sameiginlegt bréf frá Hafnasambandi Íslands og Samgöngustofu um öryggismál í höfnum.

5.Samráðshópur Fiskistofu og hafnasambandsins - fundur

Málsnúmer 1712011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt frá fundi samráðshóps Fiskistofu og hafnasambandsins þann 20. september sl.

6.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2017

Málsnúmer 1701006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:25.