Gjaldskrár 2018

Málsnúmer 1710094

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23.11.2017

Ákvörðun um breytingar á gjaldskrá hafnarsjóðs verður tekin á fundi hafnarstjórnar í desember fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27.11.2017

Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2018
Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:
Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 42.000 kr. úr 41.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verði óbreytt 0,36%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda verði óbreytt 0,35%
Að gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2018 taki mið af breytingum á vísitölu frá 1. janúar 2016, að undanskildum skólamáltíðum í Grunnskóla Fjallabyggðar sem haldast óbreyttar, gjaldskrá hafnarsjóðs og gjaldskrá Tjarnarborgar.

Bæjarráð samþykkir að leggja á gatnagerðargjald samkvæmt b lið 4. greinar, í samþykkt um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð, þegar úthlutað er lóðum á deiliskipulögðum svæðum. Það þýðir að greitt verður gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til en ekki í samræmi við fermetrafjölda þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 11.12.2017

Lögð fram tillaga að hækkun á gjaldskrá Hafnarsjóð Fjallabyggðar. Hækkunin er 2% að undanskildu aflagjaldi sem verður óbreytt og grunngjaldi fyrir vigtun sem lækkar úr kr. 1.450 í 1.200.

Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12.12.2017

Tekin fyrir drög að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar og Hafnarsjóðs.

Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum til afgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 21.12.2017

Lögð fram tillaga að á gjaldskrá félagsmáladeildar. Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 98. fundur - 25.06.2018

Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð, þar sem 12. grein er breytt til samræmis við lög nr. 33/2004 og reglugerð nr. 1201/2014.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að gjaldskráin verði samþykkt svo breytt.