Eftirlit Fiskistofu með brottkasti á fiski og vigtun landaðs afla

Málsnúmer 1712005

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 11.12.2017

Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Fiskistofu í tilefni af umfjöllun um brottkast á fiski og misfellur í vigtun afla við löndun. Hægt er að kynna sér málið á eftirfarandi slóð:

http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/eftirlit-med-brottkasti-og-endurvigtun-afla

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 94. fundur - 28.02.2018

Fiskistofa hefur tekið saman gögn um muninn á íshlutfalli við endurvigtun eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki fyrir nóvember og desember 2017.
Fiskistofa hefur tekið saman gögn um muninn á íshlutfalli við endurvigtun eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki fyrir nóvember og desember 2017. Sjá upplýsingar hér: http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/ishlutfall-i-afla

Þá hefur Fiskistofa nú birt stöðu álagningar veiðigjalds eftir greiðendum fyrir fyrsta fjórðung yfirstandandi fiskveiðiárs, heildar álagningin á því tímabili nemur tæpum þremur milljörðum króna. Á sömu síðu og undirsíðu hennar er að finna yfirlit yfir álagningu veiðigjalda allt frá 2012/2013 eða síðan sérstakt veiðigjald var lagt á í fyrsta skipti. Sjá hér: http://www.fiskistofa.is/fiskveidistjorn/veidigjold/

Ennfremur er bent á að hægt er að skoða aflabrögð og kvótastöðu eftir fyrsta fjórðung fiskveiðiársins 2017/2018. Sjá hér: http://www.fiskistofa.is/veidar/aflaupplysingar/aflatolurfiskistofu/

Margþætt yfirlit yfir fiskveiðiárið 2016/2017 má finna hér: http://www.fiskistofa.is/veidar/aflaupplysingar/yfirlit-sidasta-fiskveidiars/