Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

46. fundur 20. nóvember 2017 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varamaður, S lista
  • Sóley Anna Pálsdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Helga Hermannsdóttir boðaði forföll. Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir kom í staðinn.
Rósa Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi boðaði forföll og Sóley Anna Pálsdóttir kom í hennar stað.

1.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1711029Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið.
Fjárhagsáætlun fyrir æskulýðs- og íþróttamál lögð fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin leggur til að í framtíðinni verði íþróttamanni Fjallabyggðar veitt viðurkenning í formi árskorts í líkamsræktarstöðvum Fjallabyggðar.

2.Styrkumsóknir 2018 - Frístundamál

Málsnúmer 1709030Vakta málsnúmer

Farið yfir styrkumsóknir sem flokkaðar eru sem frístundamál. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin óskar eftir að Kristján Hauksson mæti á desemberfund nefndarinnar með frekari útfærslu á hugmynd um minigolfvöll í Ólafsfirði.

Fundi slitið - kl. 19:00.