Styrkumsóknir 2018 - Frístundamál

Málsnúmer 1709030

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20.11.2017

Farið yfir styrkumsóknir sem flokkaðar eru sem frístundamál. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin óskar eftir að Kristján Hauksson mæti á desemberfund nefndarinnar með frekari útfærslu á hugmynd um minigolfvöll í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24.11.2017

Á 47. fundi fræðslu- og frístundanefndar 20. nóvember 2017 var farið yfir styrkumsóknir til frístundamála og vísaði nefndin tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til frístundamála með áorðnum breytingum og vísar henni til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.