Ályktun ársþings UÍF

Málsnúmer 1605073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 01.06.2016

Lögð fram til kynningar ályktun ársþings Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar frá 19. maí 2016.

"Ársþing UÍF hvetur Fjallabyggð til að verða heilsueflandi samfélag í samstarfi við embætti Landlæknis. Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurhópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði.
Fjallabyggð bætist þá í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt".

Bæjarráð samþykkir að vísa ályktuninni til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 06.06.2016

Vísað til umsagnar
Ályktun frá ársþingi UÍF er svohljóðandi: "Ársþing UÍF hvetur Fjallabyggð til að verða heilsueflandi samfélag í samstarfi við embætti Landlæknis. Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurhópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði. Fjallabyggð bætist þá í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt."

Fræðslu- og frístundanefnd fagnar framkominn ályktun en felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka saman upplýsingar um hvað það felur í sér að vera heilsueflandi samfélag ásamt kostnaðarmati og leggja fyrir nefndina.