Rekstraryfirlit maí 2014

Málsnúmer 1407018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur - 08.07.2014

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fimm fyrstu mánuðina.
Rekstrarniðurstaða tímabils er 16,5 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -39,5 millj. miðað við -22,9 millj.
Tekjur eru 0,8 millj. hærri en áætlun gerði ráð fyrir, gjöld 7,7 millj. lægri og fjárm.liðir 8,0 millj. lægri.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 22.07.2014

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir maí 2014.
Niðurstaða fyrir félagsþjónustuna er 38,7 millj. kr., sem er 91% af áætlun tímabilsins.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 24.07.2014

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir maí 2014.

Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 246,1 millj. kr., sem er 99% af áætlun tímabilsins.

Niðurstaða fyrir æskulýðs- og íþróttamál er 96,9 milj. kr., sem er 97% af áætlun tímabilsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30.07.2014

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir maí 2014.

Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 8,5 millj. kr. sem er 98% af áætlun tímabilsins sem var 8,7 millj. kr.

Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 8,5 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 9,0 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 42,6 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 45,0 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umhverfismál er 12,0 millj. kr. sem er 112% af áætlun tímabilsins sem var 10,7 millj. kr.

Niðurstaða fyrir eignasjóð er -58,4 millj. kr. sem er 127% af áætlun tímabilsins sem var -46,0 millj. kr.

Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 10,2 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 9,7 millj. kr.

Niðurstaða fyrir veitustofnun er -2,9 millj. kr. sem er -102% af áætlun tímabilsins sem var 2,8 millj. kr.