Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

136. fundur 12. febrúar 2024 kl. 16:30 - 18:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Hákon Leó Hilmarsson varamaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Starfsemi Neons 2023-2024

Málsnúmer 2311059Vakta málsnúmer

Frístundafulltrúi fer yfir starfsemi í félagsmiðstöðinni Neon það sem af er starfsári.
Lagt fram til kynningar
Salka Hlín Harðardóttir frístundafulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Hún fór yfir starfið í félagsmiðstöðinni það sem af er starfsári. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Sölku Hlín fyrir góða yfirferð og metnaðarfullt starf.

2.Opnunartími íþróttamiðstöðva 2023-2024

Málsnúmer 2306016Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar fer yfir aðsóknartölur, vinnutíma starfsmanna og opnunartíma íþróttamiðstöðva. Samantektin nær yfir fimm mánaða tímabil.
Lagt fram til kynningar
Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar sat undir þessum dagskrárlið og fór yfir aðsóknartölur í sundlaugar og líkamsræktar íþróttamiðstöðvanna á tímabilinu 4.9.2023-4.2.2024. Einnig fór hann yfir opnunartíma og vinnutíma starfsmanna á sama tímabili.

3.Stjórnun Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2306014Vakta málsnúmer

Skólastjórnendur Leikskóla Fjallabyggðar fara yfir hvernig tilraunaverkefni í stjórnun leikskólans hefur gengið það sem af er skólaári. Einnig fara stjórnendur yfir samantekt úr könnun og örsamtölum við starfsmenn.
Vísað til bæjarráðs
Undir þessum dagskrárlið sátu Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og meðstjórnendur hennar þær Víbekka Arnardóttir deildarstjóri og staðgengill skólastjóra, Björk Óladóttir deildarstjóri og Guðný Huld Árnadóttir deildarstjóri.
Fyrir líðandi skólaár var sett saman stjórnendateymi, skipað áðurnefndum aðilum, og var verkefnið hugsað sem tilraunaverkefni til eins árs með endurmati í vor. Stjórnendur fóru yfir þá reynslu sem orðin er af vinnu stjórnendateymisins. Fram kom í máli þeirra að í heildina hefur verkefnið tekist vel og að vilji sé til áframhaldandi samstarfs. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að verkefnið verði framlengt og að sama stjórnendateymi stýri leikskólanum á næsta skólaári. Nefndin tekur undir með stjórnendateyminu að lengri tíma þurfi til að slípa samstarf og festa skipulag í sessi.

4.Leikskóli Fjallabyggðar. Niðurstöður úr foreldrakönnun 2023

Málsnúmer 2402008Vakta málsnúmer

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar kynnir niðurstöður úr foreldrakönnun sem lögð var fyrir í desember 2023.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sátu Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og meðstjórnendur hennar þær Víbekka Arnardóttir deildarstjóri og staðgengill skólastjóra, Björk Óladóttir deildarstjóri og Guðný Huld Árnadóttir deildarstjóri.
Lagt fram til kynningar.
Fræðslu- og frístundanefnd lýsir ánægju sinni með niðurstöður könnunarinnar sem fjallaði aðallega um samstarf og samvinnu foreldra við leikskólann.

Fundi slitið - kl. 18:40.