Opnunartími íþróttamiðstöðva veturinn 2023-2024

Málsnúmer 2306016

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 19.06.2023

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva fer yfir tillögu sína að opnunartíma Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar veturinn 2023-2024
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Undir þessum lið sat Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar. Forstöðumaður lagði fram hugmynd að opnunartíma íþróttamiðstöðva á komandi vetri sem felur í sér meiri samræmingu milli opnunartíma íþróttamiðstöðva í báðum bæjarkjörnum. Nefndin tekur jákvætt í hugmynd forstöðumanns en óskar eftir að hann taki saman aðsóknartölur og leggi fyrir nefndina í ágúst. Með því móti sé hægt að skoða raunverulega nýtingu á sundlaugum og líkamsræktum sveitarfélagsins.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 21.08.2023

Á síðasta fundi fræðslu- og frístundanefndar, 19.6.2023 lagði forstöðumaður íþróttamiðstöðva fram tillögu að opnunartíma íþróttamiðstöðva vetur 2023-2024 sem vísað var til afgreiðslu næsta fundar.
Samþykkt
Lagðar fram upplýsingar frá forstöðumanni íþróttamiðstöðva um aðsóknartölur í sundlaugar Fjallabyggðar í apríl og maí 2023. Fyrir liggur tillaga forstöðumanns að opnunartíma sundlauga fyrir veturinn 2023-2024. Tillagan gerir ráð fyrir jafnri opnun í báðum sundlaugum, alla virka dag til kl. 19:45, stytting opnunartíma sundlaugar á Siglufirði hefur ekki áhrif á nýtingu íþróttahúss.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillögu forstöðumanns til reynslu í þrjá mánuði og óskar eftir að haldið verði utan um aðsóknartölur þennan tíma.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 134. fundur - 04.12.2023

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva fer yfir aðsóknartölur í sundlaug og líkamsrækt á haustönn 2023.
Samþykkt
Undir þessum lið sat Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva. Á 129. fundi sínum, þann 21.8.2023, samþykkti fræðslu-, og frístundanefnd að samræma opnunartíma sundlauga á virkum dögum í báðum byggðarkjörnum til reynslu í 3 mánuði. Forstöðumaður fór yfir aðsóknartölur í sundlaugum og líkamsræktum Fjallabyggðar á haustönn. Ljóst er að breytingin hefur haft jákvæð áhrif á aðsókn. Fræðslu- og frístundanefnd leggur því til að opnun íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð verði með sama hætti fram að sumri 2024.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 136. fundur - 12.02.2024

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar fer yfir aðsóknartölur, vinnutíma starfsmanna og opnunartíma íþróttamiðstöðva. Samantektin nær yfir fimm mánaða tímabil.
Lagt fram til kynningar
Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar sat undir þessum dagskrárlið og fór yfir aðsóknartölur í sundlaugar og líkamsræktar íþróttamiðstöðvanna á tímabilinu 4.9.2023-4.2.2024. Einnig fór hann yfir opnunartíma og vinnutíma starfsmanna á sama tímabili.