Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

121. fundur 13. febrúar 2023 kl. 16:30 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Karen Sif Róbertsdóttir varamaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Ida Marguerite Semey varamaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Jakob Örn Kárason stýrði fundi í fjarveru formanns.

1.Opnunartími íþróttamiðstöðva um páska 2023

Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar fór yfir drög að opnunartíma íþróttamiðstöðva um páska 2023.
Lagt fram til kynningar
Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar sat undir þessum dagskrárlið. Nefndin bauð Skarphéðin velkominn til starfa.
Hann fór yfir drög að opnunartíma íþróttamiðstöðva um páska 2023. Einnig fór hann yfir starfið í íþróttamiðstöðinni. Nefndin stefnir á að fara í vettvangsferð í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, í báðar starfsstöðvar, á fundum sínum í mars.

2.Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104020Vakta málsnúmer

Stefnt er að sameiningu 5.-7.bekkja í starfsstöð grunnskólans í Ólafsfirði frá og með næsta skólaári. Síðustu ár hefur skólastarf nemenda í 5. bekk verið í starfsstöðinni á Siglufirði og skólastarf 6. og 7. bekkja í starfsstöðinni í Ólafsfirði. Lengi hefur verið rætt um faglegan ávinning af sameiningu miðstigs í sömu starfsstöð.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Björk Óladóttir fulltrúi foreldra.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir fyrirkomulag og framkvæmd sameiningu miðstigsbekkja í starfsstöðina í Ólafsfirði með tilfærslu 5. bekkjar frá og með næsta skólaári. Fræðslu- og frístundanefnd barst tölvupóstur frá kennurum við starfsstöðina í Ólafsfirði sem lýsa yfir áhyggjum af þrengslum í starfsstöðinni, verði af flutningi 5. bekkjar næsta haust, áður en nýbygging er tilbúin. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar kennurum fyrir erindið og tók það til umfjöllunar á fundinum. Nefndin óskar eftir að ábendingum kennara verði komið á framfæri við bæjarráð.

3.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að farið skuli í viðbyggingu við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Framkvæmdir hefjast á þessu ári og er áformað að viðbygging verði tekin í notkun haustið 2024. Á 775. fundi bæjarráðs þann 9. janúar 2023 vísaði bæjarráð teikningum að frumhönnun viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar, í Ólafsfirði, til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Björk Óladóttir fulltrúi foreldra.

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti frumhönnun viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði fyrir fundarmönnum. Fræðslu- og frístundaefnd þakkar fyrir kynningu á byggingaráformum og líst vel á frumhönnun.

Fundi slitið - kl. 18:00.