Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

107. fundur 10. janúar 2022 kl. 16:30 - 18:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Opnunartími íþróttamiðstöðvar vetur 2021-2022

Málsnúmer 2109007Vakta málsnúmer

Á 103. fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar samþykkti nefndin tillögu forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um að lengja opnun tvo daga í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, í hvorri sundlaug í Fjallabyggð. Breytingin var tímabundin, til 31. desember 2021.
Samþykkt
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og fór yfir reynslu af lengdum opnunartíma sundlauga í Fjallabyggð, sem var tvisvar í viku á haustönn. Forstöðumaður leggur til að þessari lengdu opnun verði haldið áfram fram á vor. Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir áframhaldandi lengda opnun tvisvar í viku í hvorri sundlaug fram á vor.

2.Fræðslustyrkur 2022

Málsnúmer 2110097Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um fræðslustyrki fyrir árið 2022. 4 umsóknir bárust.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fræðslu- og frístundanefnd gerir tillögur um úthlutun fræðslustyrkja fyrir árið 2022 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Áætlun um öryggi og heilbrigði í Leikskóla Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2112040Vakta málsnúmer

Lokið er við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði í Leikskóla Fjallabyggðar. Áætlun felur m.a. í sér skráningar- og aðgerðaráætlun ásamt öryggishandbók fyrir leikskólann. Vinnueftirlitið gerir ekki athugasemdir og hefur lokið málinu.
Lagt fram
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Skólastjóri kynnti fundarmönnum áætlun um öryggi og heilbrigði starfsmanna í Leikskóla Fjallabyggðar. Vinnueftirlit ríkisins hefur samþykkt áætlunina. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir góða vinnu við gerð áætlunarinnar.

4.Leikskóli Fjallabyggðar skólastarf 2021-2022

Málsnúmer 2108016Vakta málsnúmer

Skólastjóri fer yfir stöðu og skólastarf í leikskólanum.
Lagt fram
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Skólastjóri fór yfir skólastarfið og þær áskoranir sem starfsmenn leikskólans standa frammi fyrir á tímum covid.

5.Áætlun um öryggi og heilbrigði í Grunnskóla Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2201011Vakta málsnúmer

Vinna við öryggishandbók hefur staðið yfir á haustönn 2021 í Grunnskóla Fjallabyggðar. Lokabréf vegna eftirlitsheimsóknar Vinnueftirlits ríkisins á haustdögum hefur borist skólanum.

Lagt fram
Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara og Björk Óladóttir fulltrúi foreldra. Skólastjóri kynnti fundarmönnum áætlun um öryggi og heilbrigði í Grunnskóla Fjallabyggðar. Vinnueftirlit ríkisins hefur samþykkt áætlunina. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir góða vinnu við gerð áætlunarinnar.

6.Grunnskóli Fjallabyggðar skólastarf 2021-2022

Málsnúmer 2109008Vakta málsnúmer

Skólastjóri fer yfir stöðu og skólastarf í grunnskólanum.
Lagt fram
Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara og Björk Óladóttir fulltrúi foreldra. Skólastjóri fór yfir skólastarfið og þær áskoranir sem starfsmenn grunnskólans standa frammi fyrir á tímum covid.

7.Fundadagatöl 2022

Málsnúmer 2112031Vakta málsnúmer

Fundardagatal ársins 2022 lagt fram til kynningar. Gert er ráð fyrir fundum í fræðslu- og frístundanefnd fyrsta mánudag í mánuði nema í júlí.
Samþykkt
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fundadagatalið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 18:20.