Áætlun um öryggi og heilbrigði í Grunnskóla Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2201011

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 10.01.2022

Vinna við öryggishandbók hefur staðið yfir á haustönn 2021 í Grunnskóla Fjallabyggðar. Lokabréf vegna eftirlitsheimsóknar Vinnueftirlits ríkisins á haustdögum hefur borist skólanum.

Lagt fram
Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara og Björk Óladóttir fulltrúi foreldra. Skólastjóri kynnti fundarmönnum áætlun um öryggi og heilbrigði í Grunnskóla Fjallabyggðar. Vinnueftirlit ríkisins hefur samþykkt áætlunina. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir góða vinnu við gerð áætlunarinnar.