Áætlun um öryggi og heilbrigði í Leikskóla Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2112040

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 10.01.2022

Lokið er við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði í Leikskóla Fjallabyggðar. Áætlun felur m.a. í sér skráningar- og aðgerðaráætlun ásamt öryggishandbók fyrir leikskólann. Vinnueftirlitið gerir ekki athugasemdir og hefur lokið málinu.
Lagt fram
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Skólastjóri kynnti fundarmönnum áætlun um öryggi og heilbrigði starfsmanna í Leikskóla Fjallabyggðar. Vinnueftirlit ríkisins hefur samþykkt áætlunina. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir góða vinnu við gerð áætlunarinnar.