Leikskóli Fjallabyggðar - starfsemi og mönnun

Málsnúmer 2001097

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 17.02.2020

Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfmanna sátu undir þessum lið. Nú eru 118 nemendur í Leikskóla Fjallabyggðar og stefnir í að fjöldi þeirra verði 124 í vor. Við skólann starfa 38 starfsmenn í 35 stöðugildum. Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarleikskólastjóri er í námsleyfi á vorönn. Guðný Huld Árnadóttir leysir 50% aðstoðarleikskólastjórastöðu á Leikskálum á meðan og Þuríður Guðbjörnsdóttir leysir af 50% aðstoðarleikskólastjórastöðu á Leikhólum. Skólastjóri hefur viðveru á báðum starfsstöðvum eins og kostur er.