Spurningalisti til sveitarfélaga varðandi úthlutun fjármagns til nemenda með sérþarfir

Málsnúmer 1901090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29.01.2019

Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 24.01.2019 þar sem óskað er upplýsinga frá sveitarfélögum varðandi úthlutun fjármagns til stuðnings við nemendur með sérþarfir. Könnunin er liður í vinnu stýrihóps um menntun fyrir alla sem vinna að gerð leiðbeininga til sveitarfélaga um úthlutun fjármagns til stuðnings við nemendur í skólakerfi fyrir alla. Óskað er eftir svörum fyrir 11.02.2019.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26.02.2019

Lagt fram svar deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi úthlutun fjármagns til stuðning við nemendur með sérþarfir.

Í svari deildarstjóra kemur fram að heildarfjármagn sveitarfélagsins til stuðnings við nemendur með sérþarfir, nemendur af erlendum uppruna og nemendur með erfiðar félagslegar aðstæður er kr. 79.197.118 fyrir utan kostnað vegna þjónustu við talmeinafræðinga og skólasálfræðiþjónustu sem er samtals kr. 6.348.667.