Aukin þjónusta við bæjarbúa

Málsnúmer 1809079

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 02.10.2018

Erindi hefur borist frá Elís Hólm Þórðarsyni þar sem hann hvetur sveitarfélagið til að skoða rýmri opnunartíma í líkamsræktum íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar með sjálfvirku opnunarkerfi. Fræðslunefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar að koma með umsögn um erindið.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 06.11.2018

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Hann fór yfir fyrirkomulag og möguleika kortalæsinga á líkamsræktarstöðvum í Fjallabyggð. Fræðslu- og frístundanefnd lítur málið jákvæðum augum og vísar því til umfjöllunar í bæjarráði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13.11.2018

Á 62. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar var tekið fyrir erindi vegna aukinnar þjónustu við bæjarbúa varðandi líkamsræktina.
Forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Hann fór yfir fyrirkomulag og möguleika kortalæsinga á líkamsræktarstöðvum í Fjallabyggð. Fræðslu- og frístundanefnd lítur málið jákvæðum augum og vísar því til umfjöllunar í bæjarráði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

Bæjarráð samþykkir að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð um helgar í tilraunaskyni fram að sumaropnun. Kortalæsingar verða því ekki settar upp að svo stöddu.