Stöðumat á málefnum fatlaðra í Fjallabyggð, rekstur og þjónusta 2013

Málsnúmer 1308028

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 22.08.2013

Lagt fram minnisblað deildarstjóra um stöðumat málefna fatlaðra í Fjallabyggð. Tilgangur verkefnisins er að fara yfir helstu þætti málaflokksins m.t.t. þjónustu og reksturs. Verkefnið er í höndum deildarstjóra og verkefnisstjóra bs. málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra. Gert er ráð fyrir að skil á niðurstöðum verði fyrir 1. október næst komandi.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26.09.2013









Verkefnisstjóri byggðasamlags um málefni fatlaðra, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, kom inn á fundinn undir þessum lið fundargerðarinnar. Gréta upplýsti nefndina um framgang verkefnisins. Félagsmálanefnd þakkar verkefnisstjóra fyrir greinargóða skýrslu.