Stefnumótun í þjónustu aldraðra

Málsnúmer 1102063

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15.02.2011

Félagsmálanefnd samþykkir að  hafist verið handa við gerð stefnumótunar varðandi þjónustu við aldraðra í sveitarfélaginu.  Lagt er til að stofnaður verði stýrihópur fyrir verkefnið og gert ráð fyrir að hann skili skýrslu til félagsmálanefndar í maímánuði.  Meðal verkefna stýrihópsins verði að leggja mat á helstu þjónustuþætti sem varða málefni aldraða í sveitarfélaginu.  Jafnframt verði stýrihópnum falið að gera skoðunarkönnun meðal eldri borgar um félagsstarf og húsnæðismál eldri borgara.  Samþykkt að stýrihópinn skipi formaður félagsmálanefndar, félagsmálastjóri og forstöðumaður Skálarhlíðar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 14.04.2011

Bæjarstjórn hefur ákveðið að vinnuhópur um stefnumótun í þjónustu aldraðra verði skipaður með sambærilegum hætti og þeir vinnuhópar sem eru að störfum hjá sveitarfélaginu.  Vinnuhópurinn verði skipaður af einum fulltrúa meirihluta, einum fulltrúa minnihluta og félagsmálastjóra.  

Lagt fram yfirlit félagsþjónustunnar um aldraðra í sveitarfélaginu, skiptingu eftir kyni, aldri og búsetu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 213. fundur - 03.05.2011

62. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vinnuhópur um stefnumótun í þjónustu aldraðra verði skipaður með sambærilegum hætti og þeir vinnuhópar sem eru að störfum hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að hópinn skipi:

Félagsmálastjóri, Hjörtur Hjartarson, og

bæjarfulltrúarnir Sólrún Júlíusdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 231. fundur - 11.10.2011

Bæjarráð leggur til að vinnuhópur um stefnumótun í þjónustu aldraðra verði endurskipaður og að hópinn skipi:
Félagsmálastjóri, Hjörtur Hjartarson, 
Rögnvaldur Ingólfsson formaður félagsmálanefndar f.h. meirihluta bæjarstjórnar og
Sólrún Júlíusdóttir f.h. minnihluta bæjarstjórnar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 22.08.2013

Lagt fram minnisblað deildarstjóra um stefnumótun í þjónustu við aldraða. Deildarstjóri gerði grein fyrir vinnu starfshóps um stefnumótunina að undanförnu og framundan. Starfshópurinn hefur m.a. rætt um að gerð verði viðhorfskönnun meðal eldra fólks til þjónustu sveitarfélagsins. Félagsmálanefnd lýsir sérstökum áhuga á að könnunin verði framkvæmd og felur deildarstjóra að leggja fram tillögu um fjármögnun verkefnisins fyrir næsta fund nefndarinnar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 26.09.2013

Á síðasta fundi nefndarinnar var deildarstjóra falið að leita leiða til að fjármagna viðhorfskönnun meðal eldra fólks í Fjallabyggð. Deildarstjóri kynnti nefndinni með hvaða hætti er hægt að standa straum af kostnaði við könnunina. Félagsmálanefnd samþykkir tillögu deildarstjóra. Gert er ráð fyrir að könnunin verði framkvæmd í októbermánuði og niðurstöður liggi fyrir í nóvember. Verkefnið verður í höndum Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd.