Skipulag áfallahjálpar á Íslandi

Málsnúmer 1011017

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 17.11.2010

Lagt fram erindi frá Sambandi sveitarfélaga um endurskoðað skipulag áfallahjálpar á Íslandi.  Viðbragðsáætlun þessari er ætlað að segja fyrir um skipulag og stjórn áfallahjálpar þegar almannavarnaástand ríkir eða er yfirvofandi. Viðbragðsáætlunin tekur til landsins alls og á að vera leiðbeinandi en ekki endanleg fyrirmæli. Viðbragðsáætlunin er samin af þeim aðilum er sinna áfallahjálp þegar almannavarnaástand ríkir en það eru fulltrúar Landlæknisembættis, áfallateymi Landsspítala, Rauða kross Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðkirkjunnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 197. fundur - 11.01.2011

Lagt fram erindi frá Sambandi sveitarfélaga um endurskoðað skipulag áfallahjálpar á Íslandi.
Viðbragðsáætlun þessari er ætlað að segja fyrir um skipulag og stjórn áfallahjálpar þegar almannavarnaástand ríkir eða er yfirvofandi.
Viðbragðsáætlunin tekur til landsins alls og á að vera leiðbeinandi en ekki endanleg fyrirmæli.