Bæjarstjórn Fjallabyggðar

149. fundur 13. september 2017 kl. 17:00 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • Steinunn María Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, B lista
 • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Valur Þór Hilmarsson bæjarfulltrúi, S lista
 • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017

Málsnúmer 1709007FVakta málsnúmer

 • 1.1 1704081 Deiliskipulag malarvallarins
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi kynnti drög að deiliskipulagi á malarvellinum á Siglufirði.
  Bæjarráð felur tæknifulltrúa að þróa hugmyndina enn frekar og kynna bæjarráði niðurstöðuna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.2 1708035 Starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála situr fundinn undir þessum lið.

  Starf forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggar.

  Fjórar umsóknir bárust um starf forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar en umsóknarfrestur rann út þann 4. september sl.

  Umsækjendur eru:
  Anna Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðingur.
  Birgitta Þorsteinsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu.
  Bylgja Hafþórsdóttir, þjónustufulltrúi.
  Valdimar O. Hermannsson, verkefnastjóri.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka viðtöl við umsækjendur og leggja fram tillögu til bæjarráðs.

  Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.3 1410044 Samstarf með Dalvíkurbyggð - tónskóli
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála situr fundinn undir þessum lið.

  Tekin fyrir tillaga skólanefndar Tónskólans á Tröllaskaga að gjaldskrá skólans, skólaárið 2017-2018.

  Bæjarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.4 1702038 Launayfirlit tímabils 2017
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Lagt fram launayfirlit tímabilsins janúar-ágúst 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.5 1708057 Almenningssamgöngur á vegum Eyþings á milli byggðakjarna
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Bæjarstjóri fór yfir stöðu í rekstri almenningssamgangna á vegum Eyþings. Málið verður tekið fyrir á næsta stjórnarfundi Eyþings. Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.6 1706014 Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2017- 2020
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Undir þessum lið sat deildarstjóri tæknideildar.

  Opnun tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð árin 2017-2020 fór fram 4. september sl.

  Eftirfarandi verktakar buðu í snjómokstur og hálkuvarnir í Ólafsfirði:
  Árni Helgason ehf.
  Magnús Þorgeirsson ehf.
  Smári ehf.

  Í snjómokstur og hálkuvarnir á Siglufirði barst eitt tilboð frá Bás ehf.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund bæjarráðs.  Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.7 1709035 Göngustígar í Fjallabyggð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið og fór yfir stöðu framkvæmda við gerð göngustíga í Fjallabyggð árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.8 1709008 Nýtt fiskveiðiár 2017/2018 - aflamarki úthlutað
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Lagt fram til kynningar upplýsingar um úthlutun aflamarks á fiskveiðiárinu 2017/2018.
  Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er Sólberg ÓF 1, en það fær 9176 þorskígildistonn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.9 1609042 Ísland ljóstengt - Upplýsingar vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Tekið fyrir erindi frá Innanríkisráðuneytinu vegna verkefnisins Ísland ljóstengt. Þar kemur fram að undirbúningur sé hafinn að verkefninu fyrir árið 2018. Eru áhugasöm sveitarfélög hvött til þess að sækja um.

  Í byrjun þessa árs óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um stöðu ljósleiðaratengingu í Fjallabyggð. Í henni kemur fram að 10 lögheimili í dreifbýli Fjallabyggðar séu ótengd við ljósnet/ljósleiðara. Fyrir hverja tengingu sem er styrkhæf þarf Fjallabyggð að leggja fram 350.000 kr.

  Bæjarráð lítur málið jákvæðum augum og felur deildarstjóra tæknideildar að senda inn styrkumsókn. Gert er ráð fyrir að niðurstaða úthlutunar liggi fyrir í lok október/byrjun nóvember. Hljóti Fjallabyggð styrk samþykkir bæjarráð að gert verði ráð fyrir ofangreindum kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
  Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.10 1709007 Snjóflóðavarnir Siglufirði, uppsetning stoðvirkja - skilamat
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Lagt fram til kynningar erindi frá Framkvæmdasýslu ríkisins, þar sem er upplýst að skilamat um snjóflóðavarnir á Siglufirði, uppsetning stoðvirkja, 2. áfangi, hafi verið gefið út á vef Framkvæmdasýslunnar. Skilamatið má finna á slóðinni: http://www.fsr.is/utgefid-efni/skilamot/
  Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.11 1709019 Ágangur búfjár í landi Brimnes í Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið af fundi.

  Tekið fyrir erindi frá Sigurjóni Magnússyni, Ólafsfirði, þar sem þess er krafist að Fjallabyggð bregðist við ágangi búfjár og sjái til þess að eigendur búfjárins eða starfsmenn Fjallabyggðar reki það í burtu af lóð hans. Þá er þess krafist að Fjallabyggð girði þéttbýlið af.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.12 1709042 Endurnýjun strenglagnar Rarik í gegnum Hólkot, Ólafsfirði.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Tekið fyrir erindi frá RARIK þar sem kemur fram að í haust áætli RARIK að hefja vinnu við að leggja jarðstreng frá Hornbrekku að Hólkoti í Ólafsfirði. Verkið verður unnið í samstarfi með hitaveitu Norðurorku. Áætlað er að ljúka við strenglögnina í september og október, ef veður leyfir, en spennistöðvar verða settar upp síðar. Óskað er eftir góðu samstarfi við sveitarfélagið.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulag við Rarik.
  Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.13 1701004 Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Fundargerðir lagðar fram til kynningar,

  91. fundur Hafnarstjórnar Fjallabyggðar sem haldinn var 4.september 2017.
  42. fundur Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar sem haldinn var 4. september 2017.
  1. fundur Stjórnar Hornbrekku sem haldinn var 6. september 2017.
  35. fundur yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar sem haldinn var 8. september 2017.
  217. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar sem haldinn var mánudaginn 11. september 2017.
  Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.14 1611031 Fundargerðir Tónlistarskólans á Tröllaskaga
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.15 1701007 Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2017
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017

Málsnúmer 1709002FVakta málsnúmer

 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 2017 Siglufjörður 7596 tonn í 1524 löndunum.
  2017 Ólafsfjörður 366 tonn í 434 löndunum.

  2016 Siglufjörður 11055 tonn í 1532 löndunum.
  2016 Ólafsfjörður 397 tonn í 457 löndunum.

  Samtals afli 2017 í báðum höfnum 7962 tonn.
  Samtals afli 2016 í báðum höfnum 11452 tonn.
  Minni afli 2017 en 2016, 3490 tonn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit fyrir tímabilið 1. janúar til 30 júní 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.3 1708061 Hafnafundur 2017
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að sækja fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Hafnarstjórn hvetur hafnarstjórnarmenn að sækja fundina. Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

  Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Sú hefð hefur skapast að gestabærinn útvegar gjaldfrjálsa viðlegu, rafmagn og vatn fyrir þátttakendur hátíðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Ólafur Haukur Kárason vék af fundi undir þessum lið.
  Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmdarinnar.

  Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með frágang á þekju á Bæjarbryggjunni.

  Ákveðið hefur verið að bæta við tveimur stormpollum á fyllingu norðan við þekjuna.

  Gerð var verðkönnun vegna þessa hjá Bás ehf, aðalverktaka framkvæmdarinnar og samþykkir hafnarstjórn að taka tilboði þeirra fyrir sitt leyti.
  Tilboðið hljóðar upp á 7.578.922,-.
  Kostnaðaráætlun verkkaupa 7.900.000,-.
  Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fram komnar tillögur. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að fylgjast með störfum starfshópsins. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að skila inn umsókn og viðskiptaáætlun fyrir 2018 - 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Hafnarstjórn samþykkir að skoða að veita 60 daga greiðslufrest fyrir árið 2018.

  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 4. september 2017 Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands frá 27. mars, 28. apríl og 23. maí 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar hafnarstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. september 2017

Málsnúmer 1708008FVakta málsnúmer

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. september 2017 Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Sólveig Rósa Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
  Ársskýrsla Grunnskóla Fjallabyggðar 2016-2017 lögð fram. Skólastjóri gerði grein fyrir því helsta í skýrslunni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. september 2017 Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Sólveig Rósa Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
  Reglur um skólaakstur í Fjallabyggð, sem samþykktar voru í bæjarstjórn 5. mars 2012 voru lagðar fram. Í reglunum kemur fram að þær skuli endurskoða í upphafi hvers skólaárs. Nefndin leggur til að reglurnar verði óbreyttar að svo stöddu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. september 2017 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
  Forstöður fór yfir starfsmannahald og starfsemi í íþróttamiðstöðvum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. september 2017 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
  Forstöðumaður fór yfir úthlutun frítíma til UÍF fyrir veturinn 2017-2018 og aðra nýtingu á íþróttahúsum Fjallabyggðar.
  Fræðslu- og frístundanefnd ítrekar að tímar í íþróttahúsum eftir klukkan 19.00 eru gjaldskyldir.
  Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 42. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 4. september 2017 Ytra mat á Leikskóla Fjallabyggðar er hafið. Verið er að safna saman þeim gögnum sem starfsmenn Menntamálastofnunar hafa óskað eftir. Fulltrúar Menntamálastofnunar munu vera á vettvangi, í Leikskóla Fjallabyggðar 25.- 28. september n.k. Í þeirri heimsókn verða tekin rýnihópaviðtöl við starfsfólk, foreldra og börn í elsta árgangi ásamt því að fylgjast með daglegu starfi skólans. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017

Málsnúmer 1709003FVakta málsnúmer

 • Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017 Fundarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017 Erindisbréf stjórnar Hornbrekku lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017 Lagður fram til kynningar rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila. Samningurinn tekur til þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila sem ekki eru með fastar fjárveitingar. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017 Ársreikningur Hornbrekku hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar. Hagnaður varð á rekstri stofnunarinnar á árinu 2016 að fjárhæð 3,5 millj. kr. samkvæmt ársreikningi. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017 Lögð fram samantekt frá Elísu Rán Ingvarsdóttur, hjúkrunarforstjóra og forstöðumanni Hornbrekku um nauðsynlegar úrbætur á aðstöðu og búnaði stofnunarinnar. Hjúkrunarforstjóri hefur forgangsraðað þeim búnaði og tækjum sem þarfnast helst endurnýjunar við. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til endurnýjunar á þeim tækjum sem orðin voru ónothæf. Í máli Elísu kom einnig fram að fara þarf yfir vinnufyrirkomulag og verkferla innan stofnunarinnar. Í þessu sambandi fór Elísa yfir helstu áhersluatriði í tillögum vinnuhóps starfsmanna Hornbrekku um úrbætur í starfi og aðstöðu stofnunarinnar. Samþykkt er að boða vinnuhópinn á næsta fund stjórnar.
  Stjórn Hornbrekku samþykkir að fara í vettvangsferð á Hornbrekku.
  Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 1. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 8. september 2017

Málsnúmer 1709004FVakta málsnúmer

 • 5.1 1406043 Formsatriði nefnda
  Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 8. september 2017 Útgáfa kjörbréfa.
  Samkvæmt fundargerð bæjarráðs dags. 8. ágúst 2017 þá kom beiðni um útgáfu kjörbréfa.
  Kjörstjórn gefur því út kjörbréf til Gunnlaugs Oddssonar og Hilmars Þórs Hreiðarssonar sem varabæjarfulltrúa fyrir F- lista og miðast þetta við 8. september 2017.
  Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017

Málsnúmer 1709005FVakta málsnúmer

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017 Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir miðbæ Siglufjarðar sem auglýst var frá 10. júlí - 21. ágúst 2017. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands dags. 14. júní 2017, Vegagerðinni 18. ágúst 2017 og Umhverfisstofnun dags. 31. ágúst 2017. Athugasemdir bárust frá eigendum Fiskbúðar Fjallabyggðar dags. 20. ágúst 2017.

  Umræða tekin um athugasemdir og umferðaröryggismat Vegagerðarinnar. Lögð fram tillaga að svarbréfi við athugasemdum.

  Nefndin samþykkir tillögu að svarbréfi og áorðnum breytingum á skipulagsuppdrætti í samræmi við umferðaröryggismat Vegagerðarinnar.  Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017 Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Hornbrekkubótar. Tillagan var grenndarkynnt Brimnes ehf. í samræmi við 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagðar fram athugasemdir forsvarsmanna Brimnes Hótels og tillaga að svarbréfi nefndarinnar.

  Nefndin samþykkir tillögu að svarbréfi og óverulega breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017 Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028.

  Tæknideild er falið að kynna efni lýsingarinnar með dreifibréfi og opna þannig á samráð við íbúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017 Lagt fram erindi Sigurvins - áhugamannafélags um minningu Gústa guðmsmanns á Siglufirði, dags. 15. ágúst 2017 ásamt kostnaðaráætlun. Óskað er eftir því að styttu af Gústa guðsmanni verði fundinn staður í deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar. Áætlað er að styttan verði tilbúin á næsta ári.

  Einnig lagt fram að nýju bréf frá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Anitu Elefsen, Brynju Baldursdóttur, Guðnýju Róbertsdóttur, Hálfdáni Sveinssyni, Jóni Steinari Ragnarssyni, Sigurði Hlöðvessyni, Sigurði Ægissyni, Þórarni Hannessyni og Örlygi Kristfinnssyni, dags. 10. ágúst 2017, þar sem sjónarmiðum vegna mögulegrar gerðar styttu af Gústa guðsmanni er komið á framfæri við bæjarráð og skipulags- og umhverfisnefnd.

  Tæknideild falið að afla upplýsinga um útlit og umfang styttunnar fyrir næsta fund nefndarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017 Lögð fram umsókn GBess ehf. um lóð við Gránugötu 12, Siglufirði.

  Nefndin samþykkir úthlutun á lóð fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017 Lögð fram drög að endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt lóðarblaði og lóðarmarkayfirlýsingu fyrir Túngötu 11, Siglufirði. Núverandi lóðarleigusamningur er útrunninn.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017 Lögð fram afstöðumynd af landamerkjum Vatnsenda í Ólafsfirði, dags. 1. september 2017.

  Nefndin samþykkir framlagða afstöðumynd fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017 Lögð fram athugasemd íbúa við Hvanneyrarbraut vegna umferðar við Hvanneyrarbraut 22b - 36.

  Nefndin þakkar fyrir framlagðar athugasemdir og mun taka þær til skoðunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017 Lögð fram tillaga deildarstjóra tæknideildar að staðsetningu tveggja umferðar-broskalla í sveitarfélaginu.

  Nefndin samþykkir framlagða tillögu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017 Lögð fram drög að samþykkt um hænsnahald í Fjallabyggð.

  Nefndin samþykkir efni samþykktar um hænsnahald.
  Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:45.