Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017

Málsnúmer 1709003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 149. fundur - 13.09.2017

  • Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017 Fundarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017 Erindisbréf stjórnar Hornbrekku lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017 Lagður fram til kynningar rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila. Samningurinn tekur til þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila sem ekki eru með fastar fjárveitingar. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017 Ársreikningur Hornbrekku hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar. Hagnaður varð á rekstri stofnunarinnar á árinu 2016 að fjárhæð 3,5 millj. kr. samkvæmt ársreikningi. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 6. september 2017 Lögð fram samantekt frá Elísu Rán Ingvarsdóttur, hjúkrunarforstjóra og forstöðumanni Hornbrekku um nauðsynlegar úrbætur á aðstöðu og búnaði stofnunarinnar. Hjúkrunarforstjóri hefur forgangsraðað þeim búnaði og tækjum sem þarfnast helst endurnýjunar við. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til endurnýjunar á þeim tækjum sem orðin voru ónothæf. Í máli Elísu kom einnig fram að fara þarf yfir vinnufyrirkomulag og verkferla innan stofnunarinnar. Í þessu sambandi fór Elísa yfir helstu áhersluatriði í tillögum vinnuhóps starfsmanna Hornbrekku um úrbætur í starfi og aðstöðu stofnunarinnar. Samþykkt er að boða vinnuhópinn á næsta fund stjórnar.
    Stjórn Hornbrekku samþykkir að fara í vettvangsferð á Hornbrekku.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 1. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.