Bæjarstjórn Fjallabyggðar

145. fundur 21. apríl 2017 kl. 12:00 - 14:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Steinunn María Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
 • Nanna Árnadóttir varabæjarfulltrúi, S lista
 • Jón Valgeir Baldursson varabæjarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Ármann Viðar Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Nanna Árnadóttir sat fundinn í stað Hilmars Þórs Elefsen.
Jón Valgeir Baldursson sat fundinn í stað Sólrúnar Júlíusdóttur.
Kristinn Kristjánsson mætti ekki til fundarins og ekki varamaður í hans stað.

1.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 18. apríl 2017

Málsnúmer 1704004FVakta málsnúmer

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 18. apríl 2017 Fræðslunefnd fagnar þeim áfanga að nú hylli undir umtalsverðar breytingar á skólalóð við Norðurgötu. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 145. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 18. apríl 2017 Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar fyrir sitt leyti með þremur atkvæðum, gegn einu atvæði Kristjáns Haukssonar. Meirihluti fræðslunefndar leggur til við bæjarstjórn að stofnaður verði vinnuhópur um samþættingu á skóla og frístundastarfi og vinnuhópurinn skili af sér um miðjan maí.
  Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, Helga Helgadóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir

  Jón Valgeir Baldursson lagði fram eftirfarandi bókun:
  Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar. Mjög miklar breytingar hafa farið fram á undanförnum árum í skólamálum. Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.

  Jón Valgeir Baldursson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram eftirfarandi tillögu:
  Framkvæmd verði kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi skólamála Grunnskóla Fjallabyggðar í næstu sveitarstjórnarkosningum.
  Tillagan er felld með 1 atkvæði gegn 5 atkvæðum.

  Við undirritaðir bæjarfulltrúar óskum eftir því að eftirfarandi verði fært til bókar:

  Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkir fyrirliggjandi drög að fræðslustefnu Fjallabyggðar með áorðnum breytingum.

  Með nýrri fræðslustefnu er mörkuð skýr stefna til framtíðar þar sem grunngildin kraftur, sköpun og lífsgleði eru höfð að markmiði. Stefnt er að auknu og góðu samstarfi milli allra skólastiga en í sveitarfélaginu er að finna leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla.

  Meirihluti bæjarstjórnar vill stuðla að betri námsárangri og auknum metnaði nemenda. Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi.

  Skólastarf á öllum skólastigum er í stöðugri þróun og telur meirihluti bæjarstjórnar mikilvægt að skólar Fjallabyggðar fylgi þeirri þróun og nýti þau tækifæri sem með þeim gefast. Í skólum sveitarfélagsins er að finna mikinn mannauð sem mögulegt er að samnýta skólastarfinu til heilla.

  Með sameiningu allra skólastiga grunnskólans er horft bæði til faglegra og félagslegra þátta. Samkennslu í 1.- 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verður hætt og þannig er tryggt að allir nemendur fái sömu námstækifæri í árgangaskiptum bekkjadeildum og að aukinn stöðugleiki í félagslegum tengslum náist. Frá og með hausti 2017 mun 1.-5. bekk verða kennt í húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og 6.-10. bekk í húsnæði skólans í Ólafsfirði.

  Með auknu samstarfi Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga gefst nemendum m.a. kostur á fjölbreyttara námsframboði, auknum námstækifærum, einstaklingsmiðaðra námi og öflugri sérfræðiþjónustu.

  Markmið meirihluta bæjarstjórnar er að efla skólastarf í Fjallabyggð og bæta samþættingu skólastarfs, lengdrar viðveru og frístundastarfs. Leggur meirihluti bæjarstjórnar til að skipaður verði starfshópur um samþættingu á skóla- og frístundastarfi sem skila muni af sér niðurstöðum til bæjarstjórnar um miðjan maímánuð 2017.

  Meirihluti bæjarstjórnar þakkar fræðslu- og frístundanefnd og vinnuhóp um endurskoðun fræðslustefnunnar fyrir vel unnin störf.

  Helga Helgadóttir
  Nanna Árnadóttir
  Ríkharður H. Sigurðsson
  S. Guðrún Hauksdóttir
  Steinunn María Sveinsdóttir

  Tillagan er samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1 atkvæði. Jón Valgeir Baldursson greiddi atkvæði á móti.

  Nanna Árnadóttir vék af fundi kl. 12:45.

  Fundarhlé var gert kl. 12:45.
  Fundur hófst að nýju kl. 13:00.

  Meirihluti bæjarstjórnar leggur til að skipaðir verði eftirtaldir aðilar í starfshópinn:

  S. Guðrúnu Hauksdóttur formann fræðslu- og frístundanefndar, Steinunni Maríu Sveinsdóttur formann bæjarráðs, Helgu Helgadóttur forseta bæjarstjórnar, Jónínu Magnúsdóttur skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur aðstoðarskólastjóra og Magnús G. Ólafsson skólastjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

  Tillagan er samþykkt með 5 atkvæðum.

2.Ársreikningur Fjallabyggðar 2016

Málsnúmer 1704058Vakta málsnúmer

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri og S. Guðrún Hauksdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikning Fjallabyggðar 2016 til seinni umræðu með 5 samhljóða atkvæðum.

3.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611084Vakta málsnúmer

Í fræðslu og frístundanefnd kemur Ríkharður Hólm Sigurðsson sem aðalmaður í stað Hilmars Þórs Hreiðarssonar, fyrir S listann.

Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Lagt fram bréf frá Kristni Kristjánssyni bæjarfulltrúa F lista dagsett 20. apríl 2017 þar sem hann tilkynnir afsögn sýna sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Fjallabyggðar sökum anna í starfi.

Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn þakkar Hilmari og Kristni fyrir samstarfið á undanförnum árum og óskar þeim velfarnaðar í sínum störfum.

Fundi slitið - kl. 14:00.