Bæjarstjórn Fjallabyggðar

201. fundur 28. apríl 2021 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
 • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
 • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 692. fundur - 20. apríl 2021.

Málsnúmer 2104009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.

Til afgreiðslu : 7., 8. liður.

Til afgreiðslu sem sér liður á dagskrá : 4. liður.

Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir lið nr. 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • 1.7 2104042 Húsnæði Neon
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 692. fundur - 20. apríl 2021. Lögð fram drög að kaupsamningi vegna annarrar hæðar fasteignarinnar Suðurgötu 4, Siglufirði, eignarhluti 01-0201 sem ætluð er undir starfssemi félagsmiðstöðvarinnar Neon.

  Einnig eru lögð fram drög að eignaskiptasamningi vegna sömu eignar.

  Bæjarráð samþykkir drögin með tveimur atkvæðum og felur bæjarstjóra að undirrita framlögð skjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.

  Nanna Árnadóttir I-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Til máls tóku Nanna Árnadóttir, Helgi Jóhannsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.

  Nanna Árnadóttir I-lista lagði fram eftirfarandi bókun :

  Ég Nanna Árnadóttir kjörin fulltrúi I-listans Betri Fjallabyggð geri grein fyrir afstöðu minni með þessari bókun. Ég taldi það betri kost að kaupa Arion banka húsið á Ólafsfirði undir félagsmiðstöð. Einnig hefði verið hægt að nýta það hús fyrir aðra starfsemi á vegum Fjallabyggðar s.s fyrir bókasafn, upplýsingamiðstöð, skrifstofur og geymslur. Þar sem brýnt er að finna fyrir greindri starfsemi húsnæði mun ég hvorki vera með né á móti þessari ákvörðun.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs. Nanna Árnadóttir I-lista situr hjá.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 692. fundur - 20. apríl 2021. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að tilboði Köfunarþjónustunnar ehf, verði tekið. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 693. fundur - 27. apríl 2021.

Málsnúmer 2104010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.

Til afgreiðslu : 4., 6., 7. liður.

Til afgreiðslu sem sér liðir á dagskrá : 2. liður.

Undir lið 1. tóku Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir til máls.
Helga Helgadóttir vék af fundi undir lið 1.

Undir lið 3. tók S. Guðrún Hauksdóttir til máls.

Undir lið 5. tóku til máls Helgi Jóhannsson, Nanna Árnadóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Elías Pétursson og Jón Valgeir Baldursson.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 693. fundur - 27. apríl 2021. Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 693. fundur - 27. apríl 2021. Bæjarráð samþykkir að heimila lokað útboð vegna byggingar á nýju aðstöðuhúsi við tjaldsvæði í Ólafsfirði og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal og leggja fyrir bæjarráð.

  Þá óskar bæjarráð eftir umsögn tæknideildar varðandi áætlanir um gróðursetningu á svæðinu.
  Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Elías Pétursson.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 693. fundur - 27. apríl 2021. Bæjarráð samþykkir að heimila lokaða verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga á Siglufirði og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal og leggja fyrir bæjarráð. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 12. apríl 2021.

Málsnúmer 2104006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í þremur dagskrárliðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir undir fyrsta, öðrum og þriðja lið.

Fleiri tóku ekki til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 12. apríl 2021.

Málsnúmer 2104005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er einn dagskrárliður sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 16. apríl 2021.

Málsnúmer 2104008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.

1. liður er til afgreiðslu.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar og eru lagðir fram til kynningar.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 16. apríl 2021. Lögð fram tillaga að endurnýjun þjónustusamnings um þjónustu félagsráðgjafa við Þorleif Kr. Níelsson, félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing MA. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Elías Pétursson, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir.

  Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti þjónustusamning um þjónustu félagsráðgjafa, samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 18. fundur 26. apríl 2021.

Málsnúmer 2104011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í þremur dagskrárliðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð 2021 - seinni umræða

Málsnúmer 2104077Vakta málsnúmer

Samþykkt
Enginn tók til máls.

Lögð fram bókun 200. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 12. apríl sl. vegna fyrri umræðu siðareglna Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn samþykkir síðari umræðu um siðareglur Fjallabyggðar með 7 atkvæðum og felur stjórnsýslu Fjallabyggðar að kynna samþykktar siðareglur fyrir fulltrúum í nefndum og ráðum ásamt því að birta siðareglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

8.Ársreikningur Fjallabyggðar 2020 - Fyrri umræða

Málsnúmer 2104078Vakta málsnúmer

Til máls tók Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2020 til seinni umræðu með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.