Bæjarstjórn Fjallabyggðar

92. fundur 12. september 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Sigurður Hlöðversson bæjarfulltrúi
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fyrsta fund bæjarstjórnar eftir sumarfrí.
Allir bæjarfulltrúar voru mættir.
Bæjarstjóri boðaði forföll.
Óskaði forseti eftir því að tekinn yrði á dagskrá fundarliður er varðar samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.
Var sú tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 310. fundur - 3. september 2013

Málsnúmer 1308007FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram upplýsingar og samantekt á viðtölum þeim sem tekin voru við umsækjendur. Jafnframt var lögð fram tillaga skrifstofu- og fjármálastjóra, með rökstuðningi, að Kristinn J. Reimarsson verði ráðinn markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar.
    Bæjarráð samþykkti tillöguna samhljóða.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að að óska eftir fundi með Mennta- og menningarmálaráðherra vegna málefna Menntaskólans á Tröllaskaga í aðdraganda fjárlagerðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Tekin var til umræðu staða og framtíð heilbrigðisþjónustu við utanverðan Eyjafjörð.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fylgja eftir viðræðum frá liðnum vetri um stöðu heilbrigðis- og öldrunarmála við utanverðan Eyjafjörð við heilbrigðisráðherra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Lagt fram erindi m. tölvupósti 28. ágúst 2013, frá Eyrúnu Sif Skúladóttur, sem mun stunda nám við háskólann á Akureyri í haust, en hún vildi kanna hvort sveitarfélagið íhugi að greiða niður strætó fyrir námsmenn sem vilja búa í sinni heimabyggð og nýta sér þjónustu þar.

    Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram minnisblað til upplýsingar um fargjöld og reglur sem Dalvíkurbyggð styðst við.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunargerðar 2014.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Ingvar Erlingsson sem lagði fram tillögu, Sigurður Hlöðvesson, Egill Rögnvaldsson og Ólafur H. Marteinsson. <BR>Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að fela bæjarráði að kanna hvort svigrúm sé á fjárhagsáætlun þessa árs til að fara í þetta verkefni og gera tillögu til bæjarstjórnar. </DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Í erindi Lyfjastofnunar dagettu 29. ágúst 2013, er leitað umsagnar sveitarfélagsins, vegna umsóknar lyfsöluleyfishafa Siglufjarðarapóteks um heimild til að reka lyfjaútibú í flokki 3 í afgreiðslu Heilsugæslunnar í Ólafsfirði.

    Bæjarráð fagnar erindinu og veitir jákvæða umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Lagt fram minnisblað nefndar á vegum Eyþings um almenningssamgöngur dagsett 17.07.2013.
    Einnig fylgigögn er tengjast málinu.
    Það er megin niðurstaða nefndarinnar að forsendur fyrir verkefninu sem samið var um við Vegagerðina í desember 2012, séu ekki til staðar og endurmeta beri aðkomu Eyþings að því.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Tekið til afgreiðslu erindi Iceland Heliskiing sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs. Í tengslum við mögulega stofnun ferðaþjónustufyrirtækis með aðsetur í Fjallabyggð fyrir þyrluskíðamennsku lá fyrir ósk fyrirtækisins um samning um einkaafnotarétt á jörðum og landssvæði í eigu sveitarfélagsins, á tímabilinu 1. mars til 20. júní ár hvert.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áætlanir og hugmyndir umsækjanda um þyrluskíðun í Fjallabyggð, og býður fyrirtækið hjartanlega velkomið í sveitarfélagið, en telur ekki rétt að ganga til samninga um einkaleyfi að svo stöddu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Rekstraryfirlit fyrstu sjö mánuðina lagt fram til kynningar.
    Rekstrarniðurstaða er 34 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Tekjur eru 7 milljónum hærri, gjöld 23 millj. lægri og fjárm.liðir 4 millj. lægri.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Lögð fram til kynningar samantekt frá ráðstefnunni um jarðskjálftahættu á Norðurlandi sem haldin var á Húsavík 6.- 8. júní s.l.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um evrópsku lýðræðisvikuna sem venja er að skipuleggja í kringum miðjan október.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Lögð fram til kynningar fundargerð 244. fundar stjórnar Eyþings frá 26. ágúst 2013.
    Þar kom m.a. fram að fyrirhugaður er fundur með innanríkisráðherra 11. september 2013 um almenningssamgöngur á vegum Eyþings.

    Bæjarráð samþykkir að færa til fundartíma bæjarstjórnar til 12. september, þar sem bæjarstjóri mun sækja fund ráðherra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 22. ágúst 2013

Málsnúmer 1308005FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 22. ágúst 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar félagsmálanefndar staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 22. ágúst 2013

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra um stöðumat málefna fatlaðra í Fjallabyggð. Tilgangur verkefnisins er að fara yfir helstu þætti málaflokksins m.t.t. þjónustu og reksturs. Verkefnið er í höndum deildarstjóra og verkefnisstjóra bs. málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra. Gert er ráð fyrir að skil á niðurstöðum verði fyrir 1. október næst komandi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar félagsmálanefndar staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 22. ágúst 2013

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra um stefnumótun í þjónustu við aldraða. Deildarstjóri gerði grein fyrir vinnu starfshóps um stefnumótunina að undanförnu og framundan. Starfshópurinn hefur m.a. rætt um að gerð verði viðhorfskönnun meðal eldra fólks til þjónustu sveitarfélagsins. Félagsmálanefnd lýsir sérstökum áhuga á að könnunin verði framkvæmd og felur deildarstjóra að leggja fram tillögu um fjármögnun verkefnisins fyrir næsta fund nefndarinnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar félagsmálanefndar staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 22. ágúst 2013
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar félagsmálanefndar staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 22. ágúst 2013
    Erindi samþykkt að hluta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar félagsmálanefndar staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 22. ágúst 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar félagsmálanefndar staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 22. ágúst 2013
    Fundargerðir þjónustuhóps frá 05. júní og 10. júlí 2013 lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar félagsmálanefndar staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer









Forseti kynnti tillögu bæjarráðs að útfærslu samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 12. júní s.l..






3.    Langtímaskuldir
Kanna skal hvort hægt sé að endurfjármagna eldri lán með hagstæðari kjörum.
Kannað hefur verið með endurfjármögnun og eru til staðar lán sem hægt er að greiða upp (sjá minnisblað deildarstjóra).
Bæjarstjórn felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar að ganga frá uppgreiðslu á þeim lánum.



12.  Greiðslur inn á orlofsreikninga
Lagt er til að skoðað verði að hætta að greiða orlof inn á orlofsreikninga vegna þeirra starfsmanna sem hafa fasta yfirtíð, eða þeir fái ekki greidda fasta yfirtíð þegar orlof er tekið.
Samkvæmt kjarasamningum er ekki heimilt að skerða launakjör starfsmanna í orlofi. Bæjarráð leggur til að fyrirkomulagi greiðslu orlofs verði ekki breytt.



13.  Bakvaktir  
Lagt er til að fyrirkomulag bakvakta hjá sveitarfélaginu verði  endurskoðað þannig að dregið verði úr þeim.
Bæjarráð leggur til fyrirkomulag bakvakta í tillögum nr. 62 og nr. 70



14.  Grein 2.6.9 í kjarasamningi
Lagt er til að kanna  hvort ekki sé ódýrara að viðvera starfsmanna á hverri vakt verði 25 mínútum skemmri en umsaminn vinnutími segir til um hjá vaktavinnufólki.  Þetta verði gert þannig að ekki þurfi að greiða sérstaklega í yfirvinnu fyrir umræddar 25 mínútur, skv. grein 2.6.9 í kjarasamningi, eða þá að vinnan verði skipulögð þannig að starfsmenn hafi reglulegan matar- og kaffitíma.
Forstöðumönnum er falið að koma með tillögur til Bæjarráðs.



15.  Samræming launa  fyrir sömu störf
Greiða skal sömu laun fyrir sömu störf hjá sveitarfélaginu. Greiðslu húsnæðisstyrkja til starfsmanna verði hætt.
Unnið verður að samræmingu launa hjá Fjallabyggð, deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar og bæjarstjóra falið að vinna að samræmingu launa.



25.  Rekstur málefna fatlaðra
Lagt er til að þess verði gætt að þjónustu vegna málefna fatlaðra verði hagað þannig að tekjur, sem ætlaðar eru í málaflokkinn, standi ávallt undir sér.
Fundargerðir stjórnar Þjónustusamlags um málefni fatlaðra SSNV skulu kynntar í bæjarráði
Unnið verður að því að reksturinn standi undir sér á vettvangi Byggðasamlags um málefni fatlaðra. Bæjarstjórn telur ekki raunhæft að reksturinn skili framlegð til sveitarfélagsins.



26.  Yfirstjórn málefna fatlaðra
Lagt er til að Fjallabyggð beiti sér fyrir því, með aðildar sveitarfélögunum, að yfirstjórn um málefni fatlaðra verði endurskoðuð.   Stjórnunin verði gerð markvissari og færð nær bæjarstjórnunum en verið hefur.
Fjallabyggð skal beita sér fyrir því, með aðildar sveitarfélögunum, að yfirstjórn um málefni fatlaðra verði endurskoðuð.   Stjórnunin verði gerð markvissari og færð nær bæjarstjórnunum en verið hefur.
Unnið verður að því að fyrirkomulag á yfirstjórn málefna fatlaðra verði endurskoðað á vettvangi Byggðasamlags um málefni fatlaðra.



Leikskóli Fjallabyggðar



27.  Álagsgreiðslur og yfirtíð
Lagt er til að hætt verði að greiða yfirtíð þeim starfsönnum sem mæta fyrir kl. 8:00 og hætta eftir kl. 16:00.   Séð verði til þess að sá vinnutími rúmist innan dagvinnutíma viðkomandi.  Greiðist þá fyrir þann tíma dagvinnukaup með álagi skv. kjarasamningi fyrir kl. 8:00 en ekkert álag eftir kl. 16:00.
Hætt verður að greiða yfirtíð þeim starfsönnum sem mæta fyrir kl. 8:00 og hætta eftir kl. 16:00.   Séð verði til þess að sá vinnutími rúmist innan dagvinnutíma viðkomandi.  Greiðist þá fyrir þann tíma dagvinnukaup með álagi skv. kjarasamningi fyrir kl. 8:00 en ekkert álag eftir kl. 16:00.
Bæjarstjórn felur leikskólastjóra að gera tillögu til Bæjarráðs um framkvæmd.



30.  Stöðugildi
Lagt er til að endurskoða fjölda stöðugilda við leikskólana.  Bæjarstjórn setji sér markmið um fjölda barna á hvert stöðugildi við leikskólann.  Þetta  komi skýrt fram í greinargerð með fjárhagsáætlun um fjölda stöðugilda á leikskólanum og því verði fylgt eftir.
Markmið til viðmiðunar verður sett við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.



31.  Ræstingar
Lagt er til að ræstingar hjá leikskólunum verði  endurskoðaðar og hafður sami háttur á í báðum húsunum.  Kannað verði hvort ekki sé hagstæðara að ræstingar fari fram í tímavinnu.
Ræstingar hjá leikskólunum skulu endurskoðaðar og hafður sami háttur á í báðum starfsstöðvum leikskóla.
Ákvörðun verður tekin eftir útreikninga og endurskoðun við gerð fjárhagsáætlunar.



Grunnskóli Fjallabyggðar



34.  Fjöldi stöðugilda
Lagt er til að fjöldi stöðugilda við Grunnskóla Fjallabyggðar, bæði hvað varðar kennara og annað starfsfólk, verð tekinn til endurskoðunar.  Bæjarstjórn marki sér ákveðna stefnu um fjölda nemenda á hvert stöðugildi.
Markmið til viðmiðunar verður sett við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.



36.  Yfirtíð annarra starfsmanna en kennara
Lagt er til að húsverðir verði einu starfsmenn skólans sem hafi fasta yfirtíð og tímafjöldinn verði endurskoðaður.  Jafnframt að öll vinna annarra starfsmanna en kennara verði endurskipulögð þannig að ekki komi til þess að greiða þurfi fyrir yfirtíð.
Húsverðir skulu vera einu starfsmenn skólans sem hafi fasta yfirtíð og tímafjöldinn skal endurskoðaður.  Jafnframt skal öll vinna annarra starfsmanna en kennara  endurskipulögð þannig að ekki komi til þess að greiða þurfi fyrir yfirtíð.
Skólastjóra er falið að gera tillögu að útfærslu á þessum lið.



37.  Samræming launakjara
Lagt er til að launakjör almennra starfsmanna við skólann verði samræmd.
Launakjör almennra starfsmanna við skólann skulu samræmd.
Bæjarstjórn felur skólastjóra að vinna að samræmingu launa starfsmanna við Grunnskóla Fjallabyggðar.



38.  Ræstingar
Lagt er til að skólaliðar sjái alfarið um ræstingar.  Jafnframt að húsvörður hafi yfirumsjón með ræstingum.
Skólastjóra hefur verið falin framkvæmd þessarar tillögu.



40.  Húsumsjónarmaður
Lagt er til að  húsumsjónarmenn við grunnskólann verði jafnframt húsumsjónarmenn við leikskólann á hvorum stað.
Húsumsjónarmenn við grunnskólann verði jafnframt húsumsjónarmenn við leikskólann á hvorum stað.
Ekki er hægt að gera þessa breytingu að sinni þar sem búið er að skipuleggja starfið í vetur.



41.  Skráning orkunotkunar
Lagt er til að húsumsjónarmanni verði falið að skrá orkunotkun mánaðarlega vegna grunnskólans.
Húsumsjónarmanni verði falið að skrá orkunotkun mánaðarlega vegna grunnskólans og skila niðurstöðum til Tæknideildar.
Skólastjóra hefur verið falið að koma skráningu til framkvæmda.



Tónskóli Fjallabyggðar



43.  Ræstingar
Lagt er til að ræstingar við skólann verð samræmdar.  Einnig hvort komi til greina að draga úr ræstingum.
Bæjarstjórn felur skólastjóra að gera tillögu til Bæjarráðs.


Tjarnarborg, menningarhús



45.  Starfsmaður við ræstingar
Lagt er til að kanna hvort minnka megi starfshlutfall vegna ræstinga sem nú er 50% starf.  Jafnframt að starfsmaðurinn heyri undir forstöðumann Tjarnarborgar og að forstöðumaðurinn hafi yfirumsjón með ræstingum í öllu húsinu, þ.m.t. húsnæði tónlistarskólans.
Bæjarstjórn felur skólastjóra og forstöðumanni Tjarnarborgar útfæra tillögu til Bæjarráðs.



Æskulýðs- og íþróttamál



46.  Félagsmiðstöð
Lagt er til að starfshlutföll og vinnutilhögun í félagsmiðstöð verði tekin til endurskoðunar m.a. með það að markmiði að draga úr yfirvinnu.
Deildarstjóra fjölskyldudeildar er falið að koma tillögu til framkvæmda við ráðningar fyrir veturinn.  Jafnframt er fjölskyldudeild falið að kanna húsnæðismál félagsmiðstöðvar í Ólafsfirði m.a. verði kannað hvort vallarhús við Ægisgötu geti hentað fyrir starfsemina.



47.  Vinnuskólinn
Lagt er til að vinna verði skipulögð þannig að ekki sé yfirvinna  hjá starfsmönnum.
Vinnuskóli skal skipulagður þannig að ekki verði yfirvinna  hjá starfsmönnum.
Bæjarstjórn felur umsjónarmönnum vinnuskóla að koma tillögu til framkvæmda við ráðningar fyrir næsta sumar.



Slökkvilið Fjallabyggðar



53.  Bakvaktir
Lagt er til að kanna  hvort til greina komi að einn maður sé á bakvakt hjá slökkviliðinu á hverjum tíma.
Ekki er talið raunhæft að einn maður sinni vakt í báðum bæjarkjörnum samtímis.
Kanna skal hvort slökkvilið geti tekið að sér að vakta brunaviðvörunarkerfi í stofnunum Fjallabyggðar.
Ekki er talið raunhæft öryggis vegna að stjórnendur slökkviliðs vakti brunaviðvörunarkerfi, sjá minnisblað slökkviliðsstjóra. Kannað skal hvort aðrir starfsmenn Fjallabyggðar geti tekið að sér vöktun.



61.  Stöðugildi
Lagt er til að endurskoða fjölda stöðugilda við þjónustumiðstöðina með það að markmiði að fækka þeim og/eða auka verkefni þjónustumiðstöðvarinnar eins og t.d. að taka yfir rekstur gámasvæðisins.
Fjöldi stöðugilda í Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar skal vera í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að fækka þeim. Niðurstaða liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2014.
Tillaga bæjarráðs er að starfsmenn í þjónustumiðstöð verði 4 þegar núverandi bæjarverkstjóri lætur af störfum.  Bæjarstjóra er falið að koma breytingum til framkvæmda í samráði við Bæjarráð.



62.  Bakvaktir
Lagt er til að skoðað verði að leggja niður bakvaktir hjá þjónustumiðstöðinni.
Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra tæknideildar er nauðsynlegt að hafa einn mann á bakvakt í þjónustumiðstöð vegna vatnsveitu og fráveitu.  Bæjarráð leggur til óbreytt fyrirkomulag bakvakta í þjónustumiðstöð.



Fjallabyggðarhafnir



70.  Bakvaktir, 40% álag ofan á föst laun og föst yfirtíð
Lagt er til að tekið verði til skoðunar að hætta að greiða starfsmönnum hafnarinnar 40% álag ofan á föst laun og fyrir bakvaktir.  Í stað þess verði samið við starfsmenn hafnarinnar um fasta yfirtíð, sem nái yfir alla vinnu og óþægindi utan reglubundins vinnutíma, þ.m.t. bakvaktir.
Bæjarstjórn samþykkir að starfsmenn við Fjallabyggðarhafnir verði 2 þegar núverandi yfirhafnarvörður lætur af störfum. Bæjarstjóra er falið að koma breytingum til framkvæmda í samráði við Bæjarráð og Hafnarstjórn.  



72.  Reikningagerð
Lagt er til að yfirhafnarvörður geri reikninga fyrir höfnina eða setji greiðslukröfur  þannig fram að ekki þurfi að endursemja reikningana  á bæjarskrifstofunni.  Jafnframt að reikningagerð fari fram mánaðarlega.
Yfirhafnarvörður skal gera reikninga fyrir höfnina eða setja greiðslukröfur  þannig fram að ekki þurfi að endursemja reikningana  á bæjarskrifstofu.  Jafnframt skal reikningagerð fara fram mánaðarlega.
Samkvæmt minnisblaði yfirhafnarvarðar myndi innheimtukostnaður hækka við þessa breytingu, lagt er til að fyrirkomulag verði óbreytt að sinni.



Eftir yfirferð forseta tók Sigurður Hlöðvesson til máls.


Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu 70. liðar tillögunnar.
Liður 70 samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.


Aðrir liðir samþykktir að öðru leyti með 9 atkvæðum.

4.Nefndarbreytingar 2013

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að fresta þessum fundarlið.

5.Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar

Málsnúmer 0807009Vakta málsnúmer

Forseti gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu um breytingu á 46. grein samþykkta.

"Bæjarstjórn samþykkir að sameina tvær nefndir, menningarnefnd og atvinnu- og ferðamálanefnd í markaðs- og menningarnefnd".

 

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:00.