Bæjarráð Fjallabyggðar - 310. fundur - 3. september 2013

Málsnúmer 1308007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 12.09.2013

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram upplýsingar og samantekt á viðtölum þeim sem tekin voru við umsækjendur. Jafnframt var lögð fram tillaga skrifstofu- og fjármálastjóra, með rökstuðningi, að Kristinn J. Reimarsson verði ráðinn markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar.
    Bæjarráð samþykkti tillöguna samhljóða.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að að óska eftir fundi með Mennta- og menningarmálaráðherra vegna málefna Menntaskólans á Tröllaskaga í aðdraganda fjárlagerðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Tekin var til umræðu staða og framtíð heilbrigðisþjónustu við utanverðan Eyjafjörð.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fylgja eftir viðræðum frá liðnum vetri um stöðu heilbrigðis- og öldrunarmála við utanverðan Eyjafjörð við heilbrigðisráðherra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Lagt fram erindi m. tölvupósti 28. ágúst 2013, frá Eyrúnu Sif Skúladóttur, sem mun stunda nám við háskólann á Akureyri í haust, en hún vildi kanna hvort sveitarfélagið íhugi að greiða niður strætó fyrir námsmenn sem vilja búa í sinni heimabyggð og nýta sér þjónustu þar.

    Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram minnisblað til upplýsingar um fargjöld og reglur sem Dalvíkurbyggð styðst við.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunargerðar 2014.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Ingvar Erlingsson sem lagði fram tillögu, Sigurður Hlöðvesson, Egill Rögnvaldsson og Ólafur H. Marteinsson. <BR>Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að fela bæjarráði að kanna hvort svigrúm sé á fjárhagsáætlun þessa árs til að fara í þetta verkefni og gera tillögu til bæjarstjórnar. </DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Í erindi Lyfjastofnunar dagettu 29. ágúst 2013, er leitað umsagnar sveitarfélagsins, vegna umsóknar lyfsöluleyfishafa Siglufjarðarapóteks um heimild til að reka lyfjaútibú í flokki 3 í afgreiðslu Heilsugæslunnar í Ólafsfirði.

    Bæjarráð fagnar erindinu og veitir jákvæða umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Lagt fram minnisblað nefndar á vegum Eyþings um almenningssamgöngur dagsett 17.07.2013.
    Einnig fylgigögn er tengjast málinu.
    Það er megin niðurstaða nefndarinnar að forsendur fyrir verkefninu sem samið var um við Vegagerðina í desember 2012, séu ekki til staðar og endurmeta beri aðkomu Eyþings að því.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Tekið til afgreiðslu erindi Iceland Heliskiing sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs. Í tengslum við mögulega stofnun ferðaþjónustufyrirtækis með aðsetur í Fjallabyggð fyrir þyrluskíðamennsku lá fyrir ósk fyrirtækisins um samning um einkaafnotarétt á jörðum og landssvæði í eigu sveitarfélagsins, á tímabilinu 1. mars til 20. júní ár hvert.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áætlanir og hugmyndir umsækjanda um þyrluskíðun í Fjallabyggð, og býður fyrirtækið hjartanlega velkomið í sveitarfélagið, en telur ekki rétt að ganga til samninga um einkaleyfi að svo stöddu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Rekstraryfirlit fyrstu sjö mánuðina lagt fram til kynningar.
    Rekstrarniðurstaða er 34 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Tekjur eru 7 milljónum hærri, gjöld 23 millj. lægri og fjárm.liðir 4 millj. lægri.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Lögð fram til kynningar samantekt frá ráðstefnunni um jarðskjálftahættu á Norðurlandi sem haldin var á Húsavík 6.- 8. júní s.l.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um evrópsku lýðræðisvikuna sem venja er að skipuleggja í kringum miðjan október.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 310
    Lögð fram til kynningar fundargerð 244. fundar stjórnar Eyþings frá 26. ágúst 2013.
    Þar kom m.a. fram að fyrirhugaður er fundur með innanríkisráðherra 11. september 2013 um almenningssamgöngur á vegum Eyþings.

    Bæjarráð samþykkir að færa til fundartíma bæjarstjórnar til 12. september, þar sem bæjarstjóri mun sækja fund ráðherra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar bæjarráðs staðfest á 92. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.