Bæjarstjórn Fjallabyggðar

260. fundur 26. júní 2025 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu þess efnis að taka til afgreiðslu með afbrigðum fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar frá 26.júní.
Samþykkt með 7 atkvæðum að taka fundargerð bæjarráðs frá 26.júní til afgreiðslu.
Bæjarstjóri greindi frá fundargerðum bæjarráðs sem teknar eru fyrir á fundinum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 878. fundur - 6. júní 2025.

Málsnúmer 2506002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 879. fundur - 13. júní 2025.

Málsnúmer 2506004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum og er tekin fyrir í heild sinni að undanskildum lið 3 sem borinn er upp sérstaklega.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 3 sem borinn er upp sérstaklega samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.3 2402023 Málefni Leyningsáss ses
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 879. fundur - 13. júní 2025. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við reglur sem gilda um slit sjálfseignarstofnana. Bókun fundar Bæjarráð staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 880. fundur - 20. júní 2025.

Málsnúmer 2506006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 881. fundur - 26. júní 2025.

Málsnúmer 2506008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum og eru liðir 1, 3 og 6 bornir upp sérstaklega.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Guðjón M Ólafsson, Tómas Atli Einarsson og S.Guðrún Hauksdóttir.
Samþykkt
Fundargerðin í heild að undanskildum liðum 1, 3 og 6 samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 4.1 2402023 Málefni Leyningsáss ses
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 881. fundur - 26. júní 2025. Fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir uppgjöri á útistandandi skuldum Leyningsáss að upphæð ríflega 6 milljónum króna, að stórum hluta eldri skuld vegna gámaleigu á svæðinu.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að uppgjöri og felur bæjarstjóra að ganga frá uppgjörinu að höfðu samráði við lögmann Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.3 2506037 Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 881. fundur - 26. júní 2025. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 1/2025 við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð kr. 48.087.011 vegna fjárfestinga og framkvæmda. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr 1/2025 við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð kr. 48.087.011 með 7 atkvæðum.
  • 4.6 2308014 Hólsá - veiðistjórn og eftirlit
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 881. fundur - 26. júní 2025. Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samning við Stangveiðifélag Siglufjarðar með lítilsháttar breytingum er varða söfnun upplýsinga um veiði í Hólsá en samningurinn, sem er til 1.október 2028, gerir ekki ráð fyrir neinum fjárhagslegum skuldbindingum til félagsins á fyrsta ári og verður það ákvæði tekið til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Bókun fundar Þorgeir Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Stangveiðifélag Siglufjarðar.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 322. fundur - 14. maí 2025

Málsnúmer 2505004FVakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 322.fundar skipulags - og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 324. fundur - 18. júní 2025.

Málsnúmer 2506005FVakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 324.fundar skipulags - og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Innköllun hluta lóða við Verksmiðjureit 1 og Verksmiðjureit 46 SR

Málsnúmer 2411076Vakta málsnúmer

Fyrir liggja greinargerðir frá Primex og Kleifum fiskeldi um fyrirhugaða notkun á lóðum við Verksmiðjureit 1 og Verksmiðjureit 46 SR en bæjarstjórn óskaði eftir frekari upplýsingum frá fyrirtækjunum varðandi hugsanlega nýtingu á lóðarréttindum lóðanna á fundi sínum þann 26.febrúar s.l.

Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Helgi Jóhannsson, S.Guðrún Hauksdóttir og Guðjón M Ólafsson.

Hlé var gert á fundi bæjarstjórnar kl 17:58 og hófst fundur að nýju kl 18:10.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Af þeim upplýsingum sem núverandi lóðahafi, tengdir aðilar og lóðaumsækjandi hafa lagt fram við vinnslu málsins er ljóst að fyrirhuguð landnotkun þeirra á svæðinu er ekki í samræmi við núgildandi deiliskipulag frá árinu 2013. Til að þau uppbyggingaráform sem kynnt hafa verið geti raungerst er því nauðsynlegt að breyta deiliskipulaginu. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra því að hefja breytingu á núgildandi deiliskipulagi með það að leiðarljósi að gæta meðalhófs gagnvart þeim aðilum sem hyggjast byggja upp atvinnu á svæðinu, gæta hagsmuna samfélagsins, að skapa samráðsvettvang milli hagaðila og að merkjalýsingar taki mið af gildandi deiliskipulagi hverju sinni. Bæjarstjórn frestar því fullnustu innköllunar þar til niðurstöður þessarar skipulagsvinnu liggja fyrir.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Kosning í bæjarráð skv. A-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Fjallabyggðar. Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um að aðalmenn í bæjarráði yrðu: Guðjón M. Ólafsson formaður, A-lista, Tómas Atli Einarsson varaformaður, D-lista og Helgi Jóhannsson, H-lista. Til vara : Sæbjörg Ágústsdóttir A-lista, S.Guðrún Hauksdóttir, D-lista og Þorgeir Bjarnason, H-lista.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2025

Málsnúmer 2506038Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 33. grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar þar til bæjarstjórn kemur saman á ný.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.