Bæjarráð Fjallabyggðar - 881. fundur - 26. júní 2025.

Málsnúmer 2506008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 260. fundur - 26.06.2025

Fundargerðin er í 9 liðum og eru liðir 1, 3 og 6 bornir upp sérstaklega.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Guðjón M Ólafsson, Tómas Atli Einarsson og S.Guðrún Hauksdóttir.
Samþykkt
Fundargerðin í heild að undanskildum liðum 1, 3 og 6 samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .1 2402023 Málefni Leyningsáss ses
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 881. fundur - 26. júní 2025. Fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir uppgjöri á útistandandi skuldum Leyningsáss að upphæð ríflega 6 milljónum króna, að stórum hluta eldri skuld vegna gámaleigu á svæðinu.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að uppgjöri og felur bæjarstjóra að ganga frá uppgjörinu að höfðu samráði við lögmann Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .3 2506037 Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 881. fundur - 26. júní 2025. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 1/2025 við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð kr. 48.087.011 vegna fjárfestinga og framkvæmda. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr 1/2025 við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð kr. 48.087.011 með 7 atkvæðum.
  • .6 2308014 Hólsá - veiðistjórn og eftirlit
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 881. fundur - 26. júní 2025. Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samning við Stangveiðifélag Siglufjarðar með lítilsháttar breytingum er varða söfnun upplýsinga um veiði í Hólsá en samningurinn, sem er til 1.október 2028, gerir ekki ráð fyrir neinum fjárhagslegum skuldbindingum til félagsins á fyrsta ári og verður það ákvæði tekið til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Bókun fundar Þorgeir Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Stangveiðifélag Siglufjarðar.