Bæjarstjórn Fjallabyggðar

213. fundur 03. maí 2022 kl. 17:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Ægir Bergsson varabæjarfulltrúi, I lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Samningur við Bríet leigufélag um yfirfærslu eigna

Málsnúmer 2204037Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram drög að samningi við Leigufélagið Bríeti ehf., drögin eru unnin í samræmi við bókun bæjarstjórnar á 212. fundi hennar. Einnig lagði bæjarstjóri fram viðauka nr. 10/2022 við fjárhagsáætlun 2022 vegna sölu umræddra 16 íbúða til félagsins. Heildaráhrif viðaukans eru þær að skuldir lækka um 150 millj.kr. Bókfærðar eignir íbúðasjóðs munu lækka um 38 millj.kr., hlutafjáreign mun hækka um 158 millj.kr. vegna eignarhlutar í Leigufélaginu Bríeti. Viðaukinn hefur ekki áhrif á handbært fé.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum framlögð drög að samningi og felur bæjarstjóra að undirrita hann. Einnig samþykkir bæjarstjórn með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 10/2022 við fjárhagsáætlun 2022 sem ekki hefur áhrif á handbært fé.

2.Ársreikningur 2021

Málsnúmer 2204105Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram drög að ársreikningi 2021 ásamt fylgiskjölum, drögin voru samþykkt af bæjarráði á 740. fundi ráðsins 2. maí 2022 og vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins.

Á fundinn kom kl.17:00, í fjarfundi, Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi sveitarfélagsins og fór yfir helstu niðurstöður ársreiknings Fjallabyggðar fyrir árið 2021. Þorsteinn vék af fundi kl.17.52.

Rekstrarniðurstaða samstæðu (A og B-hluta) er neikvæð um 155 millj.kr. en var jákvæð um 77 millj.kr. 2020. Meginástæða verri afkomu er hækkun á lífeyrisskuldbindingum vegna ytri ákvarðana um breytingar á forsendum útreikninga. Ef ekki hefði komið til umræddrar hækkunar lífeyrisskuldbindingar þá hefði rekstrarniðurstaða samstæðu orðið jákvæð um 30 millj.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 184 millj.kr. en hefði verið í jafnvægi ef ekki hefði komið til óvæntrar hækkunar lífeyrisskuldbindingar. Fjárfestingar ársins námu 222 millj.kr. og engin ný lán voru tekin. Veltufé frá rekstri nam 331 millj.kr. eða 10.1% af tekjum en var 377 millj.kr. árið 2020 (12.1%). Handbært fé hækkaði um 53 millj.kr. á árinu og nam 413 millj.kr. í árslok, veltufjárhlutfall er 1,50.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 11. maí nk.

Fundi slitið - kl. 18:00.