Bæjarstjórn Fjallabyggðar

158. fundur 28. mars 2018 kl. 12:15 - 12:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Valur Þór Hilmarsson bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson bæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Kjörskrárstofn vegna íbúakosningar.

Málsnúmer 1803061Vakta málsnúmer

Fjallabyggð óskaði eftir því að Þjóðskrá Íslands myndi keyra kjörskrárstofn þann 24. mars sl. fyrir íbúakosninguna um fræðslustefnu Fjallabyggðar sem fram fer þann 14. apríl nk..

Samkvæmt kjörskrárstofni eru alls 1597 á kjörskrá í Fjallabyggð, 955 á Siglufirði og 642 í Ólafsfirði.

Kjörskrár vegna íbúakosningar verða lagðar fram 3. apríl almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna íbúakosningarinnar í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

2.Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna íbúakosningar.

Málsnúmer 1803062Vakta málsnúmer

Á 549. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 27. mars sl. var eftirfarandi samþykkt:
“Þann 14. apríl nk. fer fram staðarkosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar. Bæjarráð samþykkir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í Bókasöfnum Fjallabyggðar, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Hægt verði að kjósa utankjörfundar á afgreiðslutíma bókasafnanna. Bæjarráð samþykkir einnig að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 31. mars nk. á fyrrgreindum stöðum kl. 13-16.

Bæjarráð felur yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnum í Ólafsfirði og á Siglufirði að hafa umsjón með íbúakosningunni og utankjörfundaratkvæðagreiðslunni.

Hægt verði að kjósa utankjörfundar á afgreiðslutíma bókasafnanna."

Bæjarstjórn staðfestir samþykkt bæjarráðs með 7 samhljóða atkvæðum en vekur athygli á því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla laugardaginn 31. mars fer fram á 2. hæð Ráðhúss Fjallabyggðar en ekki í bókasafninu. Staðsetning í Ólafsfirði verður óbreytt.

Frá og með 3. apríl verður hægt að kjósa utan kjörfundar í bókasöfnunum á eftirfarandi tíma, Bókasafnið Siglufirði virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.
Bókasafnið Ólafsfirði virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.

Fundi slitið - kl. 12:45.